Færsluflokkur: Bloggar

Hef ekki bloggað lengi

en er að hugsa um að bæta aðeins úr því núna - sjónvarpið svo assgoti leiðinlegt að það hálfa væri nóg.   Er búin að kíkja bloggrúnt - hanga á fésbókinni - fara í langt og gott bað og fannst þá upplagt að leggjast fyrir framan sjónvarpið og hjálpa bóndanum  að horfa á sjónvarpið.  Gekk ekki upp vegna leiðindaAngry

Bóndinn er þaulsætinn fyrir framan sjónvarpið þessa dagana enda ekki völ á öðru.  Hann lagðist undir hnífinn 26 jan og kom heim sólarhring seinna með utanáliggjandi varahlut.   Og í þessari stellingu er bóndinn nánast búinn að vera síðan hann kom heim.

Fótleggur með varahlutEiður aðgerð

Þetta er mjög sársaukafullt eins og er en samkv lækninum þá ætti sársaukinn að fara að minnka á næstu 2-3 vikum og hann þá að geta snúið sér að því æfingum og jafnvel farið að staulast um, þ.e. a.s lengra en á salernið og inn í rúm. 

Eins og er heldur hann til í stofusófanum á daginn, með kaffivélina við höndina, símana, tölvuna og slatta af pepsimax.  Ég set matarkyns á stofuborðið áður en ég fer í vinnuna og svo eitthvað meira í ísskápinn sem hann annaðhvort sækir sjálfur um hádegið eða bíður eftir að bræður komi heim úr skólanum svo þeir geti stjanað við hann.

Hann er furðu skapgóður ennþá miðað við hvað hann á erfitt með að þola aðgerðarleysi.  Það má kannski þakka öllum fínu töflunum hans  - ekki er hann svona glaður yfir því að hanga heima allan daginn og horfa á sápuóperur.Blush

Bræður fengu ágætis umsagnir í foreldraviðtölum í síðustu viku - annar er reyndar dáltítið ör og á erfitt með að vera kyrr í tímum en hinn er alla jafna stilltur og prúður.  Sá stillti er reyndar ekkert alltaf stilltur en hann var sendur á skrifstofu deildarstjóra í þarsíðustu viku.  Tölum ekki meira um það.  En þeir virðast hafa þokkalega góða (meðal) greind og eru báðir vel yfir viðmiðunarmörkum í lestri.  það má nú monta sig af því.

Foreldrar ákváðu um daginn að tími vasapenings fyrir bræður væri runninn upp.  Það var almenn hamingja með það og ekki laust við að bræður finndu til sín þegar þeir skrifuðu undir sinn hvorn samninginn.  Þeir þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði til að fá fullan vasapening.  Ef einhverjar skyldur eru ekki uppfylltar þá dregst ákveðin upphæð af.  Eins gott að gleyma engu.    í samningnum er ákvæði um sparnað.  Ef strákur vill spara vasapening - hluta eða allan - þá fær hann vexti.  Ef hann ákveður að spara litla upphæð þá fær hann litla vexti - ef hann vill spara stóra upphæð þá fær hann mikla vexti.   Þetta eru gríðarlega góð vaxtakjör - allt upp í 60 % .  En gilda bara fyrir erfingjana svo það þýðir ekkert fyrir aðra að sækja um.

Annar strákur sparar um 80 % af sínum pening og fær ca 20% út.  Hinn strákur sparar um 20-30 % og fær hitt út.     Meðan annar er aurapúki og nurlari sem þykir gott að vita að hann á pening þá er hinn gjörsamlega viðþolslaus ef hann á pening og vill eyða honum ekki seinna en strax. 

Það er komin dagsetning á Hammond hátíðina - bara hamingja með það :-)

 

 

 


Einstakur laugardagur og "mans cold"

Um hádegisbilið hélt ég af stað í Höfuðborgina - alein með bros á vör. 

Tilgangur ferðar :  Eyða peningum, kaupa föt og skó, fara í nudd og á snyrtistofu.

Snyrtistofan var frábær - nuddið var einfaldlega svo frábært að það eru ekki til nógu hástemmd lýsingarorð yfir það.  Tími til að versla og skoða í búðir var hins vegar ekki nægur og ég hafði ekki nema einar buxur upp úr krafsinu.   Merkilegt að þegar maður á enga peninga þá er allt fljótandi af fatnaði og skóm sem manni langar í en þegar maður virkilega á peninga og ÆTLAR að kaupa sér föt og skó þá eru bara lítil og ljót föt í búðunum.  Angry

Kom heim og borðaði dýrindis svínalund að hætti bóndans ( sem ekki bara eldaði heldur gekk frá eftir matinn líka )

Í gærkvöldi bankaði hér ungur og myndarlegur maður á dyr - stoppaði stutt en fór á brott með alla naggrísina í bílskúrnum - samtals sjö stykki.   Nú og í framtíðinni er þetta naggrísalaust heimili.  Ég er mjög sátt við að vera laus við kvikindin en samt, smá söknuður.  Skrítið. 

Þar sem hér er hvorki snjór né hálka ( rigning og 7 stiga hiti um kvöldmatarleytið ) þá hef ég ákveðið að fá mér hjólarúnt á morgun.  Hvort sem þeir bræður ætla að koma með mér eða ekki !

Kæru bræður og mágkonur, bæði hafnfirsk og norsk.  Afmælisgjöfin var vel nýtt í dag og ég naut þess í botn.  Takk fyrir mig. 

Norski bróðir er sárlasinn - með mans cold.

 


Fyrsti vinnu og skóladagurinn.

Það hafðist  að koma bræðrum á fætur í morgun en það var dálítið verk !  Erfitt að vekja syfjaða stráka sem fannst afskaplega erfitt að vakna.   Bræðrum fannst afskaplega kalt inni og borðuðu hafragrautinn kappklæddir í hettupeysum með rennt upp í háls. ( og annar með hettuna á höfðinu ) 

Mamma var líka frekar syfjuð - fór seint að sofa og þar sem einn strákur gerði innrás í hjónarúmið í nótt varð ekki mikið um svefnfrið eftir það.  Kosturinn við að eiga stór börn er að þau eiga stór rúm og ég endaði á því að skilja stráksa eftir í mínu rúmi og svaf í hans rúmi í staðinn.  Svaf ágætlega eftir það.

Nóg að gera í vinnunni - fyrir bókara og aðra pappírspésa þýða áramót alltaf mikla vinnu.  Svo var verið að mála skrifstofuna yfir jólin og fullt af möppum og dótaríi sem á eftir að ganga frá.  En það er bara gaman.

"Lenti" í leiðinda atviki áðan.  Einmanna ístoppur öskraði á mig úr fyrstihólfinu og hreinlega grátbað mig um að éta sig með græðgi sem fyrst !  Auðvitað gerði ég það.  Nú er mér illt í maganum og með slæma samvisku enda búin að strika alla óhollustu út af matseðlinum.

Skal muna að taka boxið með gulrótunum með í vinnuna á morgun !

 


Back to reality

  • Nestisboxin tilbúin í ísskápnum
  • Klárt fyrir að elda hafragraut í fyrramálið
  • Skólatöskur komnar fram aftur

og búið að stilla vekjaraklukkur.

Ég held að hinu ljúfa lífi í jólafríi sé aaaaaaaalveg að verða lokið !


Nýtt blogg - nýtt ár

Bloggandinn hefur eytt of miklum tíma á fésbókinni undanfarið Frown - því miður.  Þótt fésbókin sé skemmtileg í hófi þá verður ekki af henni skafið að hún er helv....... tímaþjófur. 

Nýtt ár rann upp hér á heimilinu eins og annars staðar í veröldinni.  Við vorum stödd hjá afa og ömmu í rauða húsinu þegar nýja árið rann upp.  Bræður voru þó orðnir ósköp framlágir og um fjörutíu mínútum eftir nýja árið rann upp vorum við komin heim og bræður komnir undir sæng.

Jól og jólafrí hefur verið með allra letilegasta móti.  Við vorum svo lukkuleg við hjónin að vera bæði í fríi á þorláksmessu og bóndinn var að mestu í fríi milli jóla og nýárs.  Ekkert frí hjá mér enda bæði verið að mála skrifstofuna og svo er að renna upp anna og stress tími í vinnunni, ársuppgjör og allt sem því fylgir.   Bræður hafa verið í fríi síðan 18 des en það er ekki fyrr en á nýja árinu sem þeir hafa sofið lengur en til 8,30 á morgnanna.  Jólasveinninn hélt þeim bræðrum við efnið fyrir jól og þeir voru iðulega komnir á fætur fyrir kl 7 á morgnanna til að kíkja í skóinn.

Annar sonurinn var svo spenntur yfir þessu að hann vaknaði iðulega um miðja nótt  til að skoða í skóinn.  Ef sveinki hafði skilið eitthvað matarkyns eftir þá borðaði hann það strax og lagðist svo til svefns aftur.  Sleeping

Það sér á sófaáklæðum (slit) eftir þessi jól og mesta furða að túbusjónvarpið sé ekki búið að bræða úr sér.  Það er sem sagt búið að liggja fyrir og horfa á sjónvarpið eða dvd stóran hluta af fríinu.  Svo erum við gamla settið alveg steinhissa á að vera með verki í  skrokknum.  Eins og sé ekki nóg að vera með meltingartruflanir og magaverki af ofáti............

Skítakuldi úti  þó veðrið sé stillt og fyrirsjáanlegt að sófinn slitni aðeins meira í dag en í gær.

Við fórum í bíó í gær og ákváðum að fara í Smárabíó.  Sáum að það var ekki kreppa í Smáralindinni en það var nánast hvert einasta bílastæði fullt.  Útsölur byrjaðar af fullu trukki og kaupóðir íslendingar með brjálæðisglampa í augum þrömmuðu um gangana.   Ég hefði örugglega slegist í hópinn ef ekki hefði verið fyrir viðhengin þrjú - karlinn og börnin. 

Ég mæli alveg með Alvin og íkornunum 2 !

 

P.S  Setti mér engin sérstök áramótaheit en fullt af markmiðum.  Þau eru mörg hver heilsufarstengd og snúa að sjálfri mér.

P. S nr tvö - Ætla ekki að fjalla um Icesave - það eru hvort eð er nógu margir búnir að því.

P.S nr þrjú :  Mér fannst áramótaskaupið mjög gott.  Langt síðan ég hef hlegið svona mikið að skaupinu.  Lokaatriðið er auðvitað bara snilld.

 


Einn léttur - bara fyrir fullorðna

 

Drukkinn maður gengur inn á bar þar sem mótorhjólagengi heldur til, sest við barinn og pantar sjúss. Hann lítur í kring um sig og sér þrjá mótorhjólatöffara sitjandi við borð. Hann stendur upp, staulast að borðinu, hallar sér fram, horfist í augu við stærsta, illvígasta mótorhjólatöffarann og segir: "Ég kom við hjá ömmu þinni í dag og sá hana á ganginum kviknakta. Maður minn, hún er stykki sem stingandi er í!”

Mótorhjólatöffarinn horfir á hann og segir ekki orð. Félagar hans eru undrandi, því hann er hörkunagli og er vanur, að efna til slagsmála út af litlu tilefni. Sá fulli hallar sér yfir borðið aftur og segir: "Ég fékk það hjá ömmu þinni og hún er góð í rúminu, sú besta sem ég hef nokkurn tíman prófað!"

Félagar mótorhjólatöffarans eru að verða alveg brjálaðir úr reiði, en mótorhjólatöffarinn segir ekki orð. Sá fulli hallar sér yfir borðið einu sinni enn og segir, "Ég skal segja þér svolítið annað, drengur minn, ömmu þinni fannst það helvíti gott!" Þá stendur mótorhjólatöffarinn upp, tekur um axlirnar á þeim fulla, horfir í augun á honum og segir……….”Afi,……….Farðu heim, þú ert fullur”


Jólasveinar

Bræður halda áfram uppteknum hætti að minna mömmu á að fara snemma að sofa.  Móðirin hélt til Reykjavíkur á laugardagskvöld í afmæli og bræður höfðu af því nokkrar áhyggjur hversu seint/snemma mamma kæmi sér heim.  Allt gekk þetta nú upp, mamma skilaði sér heim á skikkanlegum tíma og jólasveinninn laumaði glaðningi í einn kuldaskó og einn takkaskó. 

Annar sonur spurði í kvöld hvort við gætum ekki skilið þvöru eftir í glugganum fyrir Þvörusleiki ?  Hann var nú samt ekki alveg viss um hvað þvara væri en tók vel í hugmynd bróður síns að gefa sveinka smákökur og mjólk.  " hann frændi gaf jólasveininum mjólk og kökur og fékk í staðinn þrjá pakka af fótboltamyndum "   Ég var nú ekki alveg að kaupa það að sveinki þægi mútur - hann væri sko löngu búinn að ákveða hvað börnin fengju í skóinn þegar hann kæmi og mjólk og smákökur breyttu engu um það.  Bræður keyptu þau rök en vilja samt sem áður gefa sveinka mjólk og kökur.  Heppilegt að ég sé að baka súkkulaðibitakökur núna !

Það er 14 desember í dag og um klukkan 7 í kvöld var 9-10 stiga hiti.  Bræður fóru í klippingu til hárgreiðslufrænku i kvöld - við fórum hjólandi.

Ætla að taka súkkulaðibitakökurnar úr ofninum og horfa á endursýningu á spaugstofunni.

 

 


Snemma að sofa ?

" mamma svo átt þú að fara snemma að sofa í kvöld svo þú eyðileggir ekki fyrir okkur "  sagði strákur í skipunartón eftir kvöldmat.  Mamma hristi hausinn dálítið skilningssljó en fattaði svo hvað strákur meinti.  " ég á sem sagt að vera farin að sofa þegar jólasveinninn kemur því ef ég er vakandi þá kemur hann ekki neitt og þið fáið ekkert í skóinn ?"  Já, sagði strákur, greinilega ánægður með að mamma skyldi vera með allt á hreinu.

Jólasveinninn kemur nefnilega til byggða í nótt og það má setja skóinn upp í glugga í dag.  Bræður gerðu það í morgun áður en þeir fóru í skólann,  svona til að vera alveg öruggir.  Þeir ráku á eftir mér í kvöld með að tannbursta sig og svoleiðis og fóru snemma að sofa.   Ef ég þekki mína drengi rétt þá verða þeir vaknaðir sérlega snemma í fyrramálið.

Bræður bíða spenntir - bara sex dagar í jólafrí. 

Síðan ég bloggaði síðast hef ég :

  • þvegið einn stráka gsm síma í þvottavél -  komst að því að hann var ekki vatnsheldur.
  • Keypt nýjan bíl
  • Haldið upp á fertugsafmælið mitt
  • eytt of miklum tíma á fésbókinni
  • Farið á allavega einn óþægðarfund í skólanum
  • rekist á skrýtin leitarorð í tölvunni sbr. "sexi" og "sexý"
  • Látið virkja netvarann
  • Eignast fleiri naggrísi

Fór út að borða með vinnufélögum í gær - get fullvissað ykkur um að maturinn á sjávarkjallaranum er guðdómlegur.  Hvílík nautn fyrir bragðlaukana.

Ætla að reyna að baka eitthvað á morgun.

kv húsmóðirin sem fer vonandi að eyða meiri tíma í að blogga og minni tíma á fésbókinni 

 


Hvernig í ósköpunum fór fólk að með veik börn heima hér áður fyrr ?

Hef svo iðulega hugsað út í þetta þegar veikindi hafa stungið sér niður hérna og sjónvarpið/vídeó/dvd gengur "non stop".    Geðheilsa mín, og sjúklingana væri  komin langt út í buskann á fyrsta degi veikinda.  En börnin hafa sennilega verið mun duglegri að hafa ofan fyrir sér sjálf  - eitthvað sem allt of mörg nútímabörn kunna og geta ekki.  Whistling

SÁ er búinn að vera heima í tvo daga - með hita og flensu.  Ekki þessa sem er kennd við svín, að ég held allavega.  Honum líður aðeins betur og amma í rauðahúsinu ætlar að tala að sér sjúklingapössun á morgun svo mamma komist í vinnuna.

Fyrri part vikunnar var hinn sonurinn slappur og sljór.  Hann tók síðustu helgi og vetrarfríið fyrri part vikunnar í að liggja eins og skata( fyrir framan sjónvarpið, nema hvað ) með hitavellu en var orðinn nógu sprækur til að fara aftur í skólann í gær.  Honum fannst frekar súrt samt að bróðir hans "fengi" að vera heima en hann yrði að fara í skólann. Pouty

Pabbi átti afmæli i gær - og vegna þrýstings frá fjölskyldumeðlimi varð ég að gjöra svo vel að snara fram eins og einni köku.   Ekki gat ég boðið bóndanum upp á góða máltíð þar sem hann var að fara skólann og hafði ekki tíma til að borða.  Lítið hátíðlegt við þennan afmælisdaginn.

Afi á Djúpavogi ( sem keypti sér mótorhjól i sumar ) meiddi sig á hendinni um daginn og var frá vinnu í nokkra dag.   Ég fór að segja JA að afi hefði meitt sig í hendinni.  " Datt hann á mótorhjólinu ?" spurði strákur.    Það var alveg viðbúið að það yrðu einhver slys þegar afar tækju upp á því að keyra um má mótorhjólum á gamals aldri. 

SÁ  ætlar sér að læra að binda slaufur og reima skóna sína.  Hann notar hvert tækifæri til að æfa sig og þar sem viljinn er töluvert meiri en stirðu puttarnir hans ráða við þá eru það ansi margir hnútarnir sem búið er að binda og mamma og pabbi hafa þurft að leysa. 

Ætla að vera lásí húsmóðir og elda unna kjötvöru og þurrvöru.  Sveitabjúgu frá Kjarnafæði og kartöflumús úr pakka verður á boðstólum í kvöld !

 


Er ekki kominn tími til að

setja upp einhvers konar síu eða netvara þegar nýjustu leitarorðin á jútúb eru "sexy" eða "sexi" ?  Norski bróðir var með ægilega fína grein og fullt af tenglum á blogginu sínu um daginn, eins gott að fara að leita.

Er búin að gera við og bæta 5 buxur af bræðrum í dag, auk þess að merkja tvenn pör af fingravettlingum og nýju úlpurnar sem bræður fengu í afmælisgjöf.  Er bara nokkuð ánægð með mig.  Stefni á að sauma og setja upp ný gluggatjöld fyrir baðgluggann á morgun.  Verð ægilega hagsýn í kreppunni og sauma þau upp úr gömlum eldhúsgardínum.

Vildi að ég ætti koníak  - eða Jameson, mig langar í heitan áfengan kaffidrykk.  En hvorugt er á boðstólum svo ég læt bara pepsi max duga.

Best að athuga hvaða sjónvarpsrás er minnst leiðinleg Frown


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

kona á besta aldri

121 dagur til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 1612

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband