Færsluflokkur: Tónlist
21.3.2012 | 13:26
Bergmálið hans Unnsteins
Þið fyrirgefið en ég get ekki vanist Umma nafninu. Geri mér hins vegar vel grein fyrir að í landi hinna teppalögðu baðherbergja þá er Unnsteinsnafnið ekki mjög þjált.
Ég er langt því frá að vera einhver tónlistarnörd en þetta höfðar til mín. set "like" á þetta.
http://ummig.com/?page_id=219
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2012 | 11:48
Hammond hátíð 2012 - dagskráin komin
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2011 | 09:01
Bara alltaf á tónleikum......
Sko okkur
Við erum forframaðar sófakartöflur og sjónvarpsgláparar flestar helgar en breyttum út af vananum.
Vorum svo ofuránægð með Halldór Bragason og Landsliðið á Hammond hátíðinni að við ákváðum að skella okkur á tónleika með Vinum Dóra í Salthúsinu á laugardagskvöldið. ( Læstum bræður inni og skildum þá eina eftir heima )
Heimamennirnir Jón, Páll og pollarnir spiluðu fyrst - band sem við höfðum aldrei heyrt um og þekktum ekki en kom þægilega á óvart. Voru ekkert að finna upp hjólið, fluttu annarra manna lög með nýjum textum og gerðu það svona ljómandi vel.
Dóri á greinilega marga vini - hef farið á nokkra tónleika með honum og sjaldnast sömu vinirnir. Fyrir utan það að vera Vinir Dóra þá eiga þessir vinir það sameiginlegt að vera tónlistarmenn í góðum gæðaflokki. Svo var á laugardagskvöldið. - Gummi Péturs, Jakob Magnússon, Ásgeir Óskarsson og mr Blues sjálfur sáu um að búa til gott gigg og senda okkur hjónin ánægð heim eftir gott kvöld.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2011 | 00:18
Tónlistarleg fullnæging
Dagurinn sem þú ert búin að bíða eftir í nokkrar vikur er handan við hornið og ekki laust við að það sé farin að byggjast upp spenna. Þú veist að það er eitthvað kunnuglegt og afskaplega gott í vændum. Hvað það er nákvæmlega veist þú ekki, það á eftir að koma í ljós.
Það er búið að fá frí í skóla og vinnu fyrir heimilisfólkið og þér finnst ekkert svo mikið að eiga eftir að keyra 600 kílómetra. Þú ert glöð og spennt, þú ert á leiðinni á Hammond hátíð á Djúpavogi. Við mikla hamingju bræðra fá þeir frí í síðasta tíma í skólanum og vel nestuð leggur famelían af stað. Við erum komin á áfangastað á fimmtudagskveldi og förum snemma í háttinn.
Föstudagurinn þrettándi maí rennur upp og spennan heldur áfram að byggjast upp, Þú lætur bræður læra, þú ferð með fjölskyldunni í sund, þú sérð mörg kunnugleg andlit í þorpinu, skoðar ljósmyndasýningu frá fyrri Hammond hátíðum og tilhlökkunin kraumar. Þegar líður á daginn ferð þú að gera þig klára, klæðist betri fötum en venjulega og setur hrukkusparsl í andlitið. Eftir að búið er að næra sig, setja erfingjunum, sem áttu að vera einir heima og ætluðu að vera lengi í tölvunni, lífsreglurnar var kominn tími til að halda af stað. Við hjónakornin röltum af stað og plöntuðum okkur við borð framarlega í salnum, fengum okkur kaffi, víski og koníak og vorum þar með tilbúin að meðtaka alla þá tóna sem Landsliðinu og Páli Rósinkranz þóknaðist að töfra fram þetta kvöld.
Og þá kom að því : Halldór Bragason, Guðmundur Pétursson, Róbert Þórhallsson, Jóhann Hjörleifsson og nýgræðingurinn í hópnum Tómas Jónsson sáu til þess að þú sast með gæsahúð og nánast nötraðir af nautn. Þú gleymdir tímanum, umhverfinu og fólkinu í kringum þig. Þú gleymdir öllu nema tónlistinni sem þessir menn leyfðu þér að njóta og sveifst um í sæluvímu.
Skyndilega dró ský fyrir sólu(sælu) það var tilkynnt um hlé. Þú komst smá saman til meðvitundar og ákvaðst að nota þetta óvelkomna hlé til að heimsækja salerni og bar. Það gerðir þú og mundir svo að það vantaði einn mann á sviðið. Hvernig er hægt að gleyma einu stykki Páli Rósinkranz ?
Þegar tónleikarnir hófust aftur og sjötti liðsmaðurinn var kominn í hópinn þá var ekki langt í að gæsahúð og sæluvíma yrði að hreinum unaði og alsælu sem varði samfellt þar til tónleikum lauk. Þú varst alls ekki tilbúin að láta sælunni lokið og klappaðir svo hraustlega í uppklappinu að þú fékkst blöðru í lófann. En ekkert varir endalaust og tónlistarmennirnir yfirgáfu sviðið.
Þú mættir aftur á tónleikastað kvöldið eftir. Kjötsúpa, Júróvision og Baggalútur er góð blanda sem lætur mann líða vel. Vellíðanin og hamingja var allsráðandi og kvöldið var ljúft. Góður félagsskapur spillti heldur ekki fyrir. Baggalútsmenn eru alltaf skemmtilegir en það kom mér þægilega á óvart hvað Karl Sigurðsson og Guðmundur Pálsson eru góðir söngvarar.
Morguninn eftir þegar búið er að pakka bónda, börnum og farangri í bílinn er tímabært að leggja í kílómetrana 600 til baka. Tekur ekki svo langan tíma. Þú ert þægilega dösuð og þreytt en um leið ánægð með upplifunina um helgina og veist fyrir víst að stefnan er tekin á Hammond hátíðina 2012
Tónlist | Breytt 6.6.2011 kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2011 | 18:23
Dagskráin klár fyrir Hammond hátíð 2011
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2011 | 23:43
Við Baggalútur ætlum á Hammond
Baggalútur ætlar að skemmta bæði mér ogöðrum góðum gestum. 12-14 maí er málið.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2011 | 12:41
Komin dagsetning á Hammond hátíðina
Sá inni á Djúpavogs vefnum að það er komin dagsetning á Hammond hátíðina
12 - 13 - 14 maí er hér með frátekið fyrir Hammond.
Nú er bara að skipuleggja sig, panta gistingu á hótel mömmu, og hlakka til að vita hvaða flytjendur verða.
Allir á Hammond
Fyrir þá sem vilja vita meira er bent á heimasíðu Djúpavogshrepps
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.8.2010 | 23:14
Bara snilld - tveir snillingar á ferð
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2010 | 00:00
crazy bastard
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.11.2008 | 23:36
Paolo Conte
Eitt af því sem ég hef ekki hlustað á í mörg ár og var búin að gleyma en hvað finnur maður ekki á youtube
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
kona á besta aldri
336 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar