Færsluflokkur: Matur og drykkur

Bakstur framundan ?

Ég fjárfesti í 40 kílóa poka af frekar grófu mjöli því ég ætla að vera svo sparsöm og dugleg að baka í vetur. Og að sjálfsöðgu á allur þessi bakstur að vera í heilnæmari kantinum.

Fall er fararheill - eða verð ég ekki að vona það, svona miðað við hvernig afraksturinn eftir fyrsta bakstursdaginn var.

Umsagnirnar voru á þessa leið :

Brauðið var of þurrt, meira að segja nýbakað með smjöri
orkubitarnir : það var ekkert bragð af þeim ( mátt segja meira súkkulaði næst mamma )
Múslíbitarnir - þurrir og bragðlausir - þrátt fyrir súkkulaði og döðlur ( Það var reyndar of lítil feiti í þeim, ég veit það )
Kryddbrauðið - fékk hvorki hrós né last en ég held reyndar að eiginmaðurinn hafi verið afar svangur !

Óska eftir töfraráðum hvernig er hægt að umbreyta grófu heilhveiti í ætilegt og heilsusamlegt bakkelsi.


Um bloggið

kona á besta aldri

336 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband