5.1.2010 | 00:29
Fyrsti vinnu og skóladagurinn.
Það hafðist að koma bræðrum á fætur í morgun en það var dálítið verk ! Erfitt að vekja syfjaða stráka sem fannst afskaplega erfitt að vakna. Bræðrum fannst afskaplega kalt inni og borðuðu hafragrautinn kappklæddir í hettupeysum með rennt upp í háls. ( og annar með hettuna á höfðinu )
Mamma var líka frekar syfjuð - fór seint að sofa og þar sem einn strákur gerði innrás í hjónarúmið í nótt varð ekki mikið um svefnfrið eftir það. Kosturinn við að eiga stór börn er að þau eiga stór rúm og ég endaði á því að skilja stráksa eftir í mínu rúmi og svaf í hans rúmi í staðinn. Svaf ágætlega eftir það.
Nóg að gera í vinnunni - fyrir bókara og aðra pappírspésa þýða áramót alltaf mikla vinnu. Svo var verið að mála skrifstofuna yfir jólin og fullt af möppum og dótaríi sem á eftir að ganga frá. En það er bara gaman.
"Lenti" í leiðinda atviki áðan. Einmanna ístoppur öskraði á mig úr fyrstihólfinu og hreinlega grátbað mig um að éta sig með græðgi sem fyrst ! Auðvitað gerði ég það. Nú er mér illt í maganum og með slæma samvisku enda búin að strika alla óhollustu út af matseðlinum.
Skal muna að taka boxið með gulrótunum með í vinnuna á morgun !
Um bloggið
kona á besta aldri
28 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
:) iss... ég fékk mér kakó á kaffihúsi áðan...og freistaðist að fá mér eina litla brownie með...sem var svo húðuð með karamelludrullu einhverri... skelf ennþá af sykursjokki!
Norska mágkona (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.