9.1.2010 | 22:43
Einstakur laugardagur og "mans cold"
Um hádegisbilið hélt ég af stað í Höfuðborgina - alein með bros á vör.
Tilgangur ferðar : Eyða peningum, kaupa föt og skó, fara í nudd og á snyrtistofu.
Snyrtistofan var frábær - nuddið var einfaldlega svo frábært að það eru ekki til nógu hástemmd lýsingarorð yfir það. Tími til að versla og skoða í búðir var hins vegar ekki nægur og ég hafði ekki nema einar buxur upp úr krafsinu. Merkilegt að þegar maður á enga peninga þá er allt fljótandi af fatnaði og skóm sem manni langar í en þegar maður virkilega á peninga og ÆTLAR að kaupa sér föt og skó þá eru bara lítil og ljót föt í búðunum.
Kom heim og borðaði dýrindis svínalund að hætti bóndans ( sem ekki bara eldaði heldur gekk frá eftir matinn líka )
Í gærkvöldi bankaði hér ungur og myndarlegur maður á dyr - stoppaði stutt en fór á brott með alla naggrísina í bílskúrnum - samtals sjö stykki. Nú og í framtíðinni er þetta naggrísalaust heimili. Ég er mjög sátt við að vera laus við kvikindin en samt, smá söknuður. Skrítið.
Þar sem hér er hvorki snjór né hálka ( rigning og 7 stiga hiti um kvöldmatarleytið ) þá hef ég ákveðið að fá mér hjólarúnt á morgun. Hvort sem þeir bræður ætla að koma með mér eða ekki !
Kæru bræður og mágkonur, bæði hafnfirsk og norsk. Afmælisgjöfin var vel nýtt í dag og ég naut þess í botn. Takk fyrir mig.
Norski bróðir er sárlasinn - með mans cold.
Um bloggið
kona á besta aldri
28 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ekkert smá geggjað video hahaha so true so true :)
Skil þetta vel með nagrísina, hér er bara einn dverghamstur og það er ekkert mál fyrir utan að dóttlan er byrjuð að gera drama úr því þegar hann deyr eftir 3 ár eða svo. Kvikindið er kannski 3 mánaða.
Halla Eyþórsd. (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.