21.2.2010 | 15:28
Konudagur í dag og hvað með það
Ósköp venjulegur sunnudagur nema hvað um hádegisbilið fengum við gesti. Skemmtilegt fólks sem stendur oft upp úr sófanum og heimsækir annað fólk. Bóndinn lá ennþá í rúminu, bræður léku sér og ég var önnum kafin við að þrífa.
Skúringafötunni var snarlega skellt til hliðar, bóndinn fékk aðstoð við að klæða sig og bræður fengu leikfélaga í heimsókn. Notaleg stund að baki, bræður komnir út og við hjónin ein heima.
Sá stóri glímir við tölvuna svo hann geti séð enska boltann, ég ætla að hengja upp úr þvottavélinni og reyna svo að finna út hvað mig langar að borða í kvöld. Ég verð víst að elda það líka en það er önnur saga........................
Bóndinn fékk símhringingu í gær " til hamingju " var sagt í símann.
Bóndinn þagði smá stund og sagði svo " með hvað" ?
Viðmælandinn hinu meginn trúði varla sínum eigin eyrum " með hvað, þú fékkst dýr maður "
Þá kveikti bóndinn loksins, það var víst dregið í hreindýralottóinu og loksins fékk hann úthlutuðu dýri. Svona fer það með heilastarfsemina að vera heima í sófanum í næstum 4 vikur. En þessar fréttir ættu að virka hvetjandi fyrir þann stóra sem verður virkilega að vera duglegur í endurhæfingu og æfingum ef hann ætlar sér að fella dýrið sjálfur
Bræður horfðu með öðru auga á Gettu Betur í sjónvarpinu í gærkvöld. þar var m.a sýnt gamalt viðtal við Halldór Laxness heitinn, að sjálfsögðu í svarthvítu. Strákur horfði á þetta og sagði svo " hann hlýtur að vera fæddur 18 hundruð og eitthvað - fannst maðurinn greinilega afskaplega forneskjulegur og aldraður. Það munaði ekki miklu hjá stráksa en Halldór fæddur Guðjónsson var fæddur 23 apríl 1902.
Skítakuldi úti en fínasta gluggaveður - kemur í ljós hvort ég legg í að fara gangandi í búðina á eftir.
Um bloggið
kona á besta aldri
28 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með dýrið:)
Heiðar Birnir (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.