Mokaði ekki mikinn snjó

Þó svo snjórinn hafi sýnt sig hér á Suðurnesjunum þá verður seint sagt að ég hafi mokað mikinn snjó.  Tók mig þó til í vinnunni og mokaði frá skrifstofudyrunum.  Kom svo heim og mokaði bílastæðið meðan JA mokaði snjóinn frá dyrunum.  Meira var ekki mokað.  Enda allur snjór farinn og von á syndaflóði næstu daga.

Stóri átti dálítið bágt  - sitja aleinn inni í stofu með hækjunum sínum með frúin klæddi sig í kuldagalla og mundaði snjóskófluna.  Held að honum hafi þótt vegið að karlmennsku sinni Woundering   Miðað við aðstæður hefur hann það ágætt, verkirnir farnir að minnka og hann getur aðeins beygt hnéð og er farinn að tylla örlítið í fótinn  svo hann er ekki alveg eins "ósjálfbjarga "  Er farinn að geta klætt sig sjálfur þannig að nú þarf ég ekki lengur að vekja hann og klæða áður en ég fer í vinnunna.   Svo kom Bjössi "hjálpartækjasmiður" í heimsókn í vikunni - búinn að smíða þessa fínu plötu sem er sett ofan á baðkarið.  Tími þvottapokans og vaskafatsins er sem sagt liðinn og bóndinn naut þess virkilega að komast loksins í sturtu.

Á síðasta föstudag las ég bókina hennar Láru Ómars sem heitir Hagsýni og Hamingja og fjallar um hvernig eigi að spara,  nýta það sem maður hefur og á, og gera mikið úr litlu.   Eitthvað fór bókin öfugt í mig ( ég hef kannski lesið hana afturábak ) því á sunnudeginum keyrði ég í Reykjavíkina og eyddi fullt af peningum í skó á mig.  Ætlaði að skoða vetrarúlpur á bræður en keypti sumarjakka á þá í staðinn. 

Er farin að hlakka mikið til að fara austur og á Hammond hátíðina - hef trú á að ég hitti slatta af brottfluttum Djúpavogsbúum þar í bland við þá sem búa þar núna.  Bara gaman.  Ekki spillir fyrir að báðir bræður mínir ætla að mæta þannig að foreldrar mínir verða með fullt hús í orðsins fyllstu merkingu. 

Bjó til girnilega orkustangir í gær sem bræður fá með í nesti í fyrramálið.  Deili kannski uppskriftinni við tækifæri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

28 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband