23.3.2010 | 23:00
þegar borðtalvan datt á eyrað á mér...........
mars mánuður hefur verið ansi viðburðaríkur og tíminn hefur hreint og beint flogið áfram. Nú er mars að verða búinn og bræður komnir í páskafrí í vikulok. Frí í skólanum , borða morgunmat fyrir framan sjónvarpið og svo páskaegg . Það hljómar afskaplega vel.
Móðir mín elskuleg fékk hringingu fyrr í þessum mánuði - " Þú átt að koma strax til Reykjavíkur og flinki læknirinn ætlar að skera í bakið á þér og laga brjósklosið þitt " Konan hlýddi strax - setti tannburstann og hreina sokka í tösku og settist upp í flugvél sem flutti hana til Reykjavíkur. Þegar hún mætti á sjúkrahúsið tók læknirinn á móti henni, skoðaði hana og potaði í hana og spurði " hvernig líður þér í dag ? " Konan vildi ekki skrökva og sagði lækninum að sér liði ekkert mjög illa í dag. " Jæja góða mín, sagði flinki læknirinn, þá er ekki ástæða til að brýna hnífinn. Kannski batnar þér bara aftur. Þú mátt fara heim aftur og í vinnuna. En ef þér líður mjög illa má mátt þú hringja í mig hvort sem það er dagur eða nótt "
Sem sagt - af því að hún vældi ekki nóg þá má þetta bíða. En það veit enginn hvað hann ætlar að gera ef hún fær enn eitt verkjakastið og getur sig varla hreyft. Kannski rölta austur á firði með skurðhnífinn í vasanum.............................. ?
Um svipað leyti ákvað tölvan mín að hætta starfsemi. Ég hef samband við tölvulækni sem segir mér að koma með gripinn svo hann geti handfjatlað hann með sínum töfrahöndum. Ég geri það og á þeirri 4 mínútna ferð sem það tók mig að fara heiman frá mér og heim til tölvulæknisins tókst mér að meiða mig heiftarlega þega talvan datt á eyrað á mér. Fyrir þá sem ekki hafa upplifað þetta þá er þetta mjög sárt Ég lagðist í sólarhringsþunglyndi þegar tölvulæknirinn sagði að allar líkur væru á að gögnin í tölvunni væru töpuð. Ég fíflið átti nefnilega engin afrit. Þunglyndið lagaðist snarlega þegar tölvulæknirinn hringdi og sagðist hafa náð öllum gögnum. Ég keypti nýjan harðan disk í tölvuna sem hefur aldrei verið sprækari.
Um þarsíðustu helgi fengum við símtal sem allir foreldrar óttast "sonur þinn varð fyrir bíl" JA var nýkomin heim af fótboltaæfingu svo við vissum strax hvor sonurinn það var. Ég þaut út í bíl og á slysstað meðan sá á hækjunum varð að sjá um að klæða sig sjálfur. Sjúkrabíll var komin á staðinn þegar ég kom og við brunuðum í Kef. Til að gera langa sögu stutta þá fór þetta allt saman á besta veg. Strákur var óbrotinn en bólginn og marinn á báðum hnjám og fótum. Smá marblettur á höfðinu en hjálmurinn bjargaði þvi að ekki fór ver.
Það er ekki ofsögum sagt að öllum hafi verið létt, ekki síst þeim ólánsama bílstjóra (og fjölskyldu hans ) sem keyrðu á stráksa. Reyndar var það strákur sem hjólaði í veg fyrir bílinn, leit ekki nógu vel í kringum sig. Sem betur fer var bíllinn á mjög hægri ferð.
Strákur hefur verið aumur og með verki í fótum en það er á undanhaldi sem betur fer. Ekki er að sjá að neinir eftirmálar verði af slysinu. Kaupa þarf nýjan hjálm og nýtt hjól. Gamla hjólið sem bæði var orðið gamalt og lúið er skakkt og handfangið bogið en verður að duga þar til keypt verður nýtt hjól. Það var reyndar á dagskránni hvort eð er en þetta óhapp flýtir þeim fyrirætlunum sennilega aðeins.
Sá á hækjunum er orðinn virkilega hundleiður á inniveru og því að vera á hækjum. Allt lítur þetta þó vel út og við liggjum á bæn um að læknaheimsókn eftir hálfan mánuð gefi dagsetningu hvenær megi taka aukahlutinn úr fætinum. Við fórum aðeins á rúntinn í dag og ekki laust við að lundin hjá hr Hækju hafi orðið örlítið léttari eftir það.
Fjölskyldan fór í Smáralindina um síðustu helgi - trilluðum um með húsbóndann í hjólastól. Honum fannst ægilega gaman - sá fólk og drakk meira að segja einn bjór, vildi helst ekki fara heim . Bræður voru ekki sammála. Þeir áttu peninga sem þeir máttu kaupa dót fyrir. Þegar því var lokið voru þeir komnir með heiftarlegt ofnæmi fyrir búðum og vildu fara heim sem fyrst.
Bræður voru á fótboltamóti um helgina - ekki riðu þeir feitum hesti frá þvi en JA var sæll og ánægður með markið sem hann skoraði. Hann má það líka.
Ég nenni ekki að fara í mína eigin skattaskýrslu - á pottþétt eftir að sækja um frest.
Um bloggið
kona á besta aldri
29 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.