húsmóðurlíf og fótleggur með aukahlut

Ég er húsmóðir - hangi við tölvuna í flíspeysu og í crocks skóm með hárið út í loftið.  Blush  Skil ekki að ég skuli ekki vera úthvíld og endurnærð eftir helgina, ég sem þarf ekki lengur að vakna til smábarna á nóttunni. 

Hefur sennilega eitthvað með það að gera að helgin hefur að mestu leyti farið í þrif, þvott, eldamennsku og svo bakaði ég aðeins í dag.   Ágætis möffins og svo orku/múslí stangir sem ég er reyndar ekki búin að smakka ennþá.  Geri það kannski á eftir.   Bræður eru komnir í páskafrí svo nú verða þeir þrír heima sem þurfa fóðrun. Eins gott að það verði eitthvað til.  Annars virðist vera sama hversu mikinn mat ég ber í ísskápinn, það er alltaf tómahljóð í honum.

Ætla að reyna að nota páskafríið til að baka meira.

Ég fékk smá tíma frá heimilisverkunum á laugardaginn.  Fjölskyldan fékk bílinn hjá afa og ömmu í rauða húsið lánaðan og lagði leið sína í hjólabúðir í Reykjavík til að skoða hjól handa bræðrum og gera verðsamanburð.  Af hverju fengum við lánaðan bíl ?  Meira rými í framsætinu fyrir þann stóra með aukahlutinn.  Auðveldara fyrir hann að sitja og fer betur um hann.  Svo er ömmubíll líka sjálfskiptur og sá stóri ákvað að nú skyldi hann prófa að keyra.  Það gekk svona ljómandi vel og sá stóri var alsæll við stýrið.  Við keyptum hjálma í einni búð og hjól í annarri.    Sníktum kaffi á góðum stað en þá tók ég ráðin af bóndanum - sem var orðinn ansi þreyttur eftir að staulast inn og út úr búðum og bíl.  Sótti töfluglasið og hann tók töflurnar sínar orðalaust.  Hann sat í farþegasætinu á leiðinni heim og svaf mest alla leiðina heim.  Í góðu lagi mín vegna, hann var þá ekki í hliðarsætisbílstjórahlutverkinu á meðan.

Annars er skapið orðið ansi erfitt  og þráðurinn stuttur.  Aðgerðar og hreyfingarleysið er farið að taka sinn toll.  Hann á tíma hjá lækni eftir páska og við krossleggjum bæði fingur og tær og vonum að þá komi dagsetning ( sem fyrst ) hvenær má taka aukahlutinn úr.

KIF_1838KIF 1840

Ég vorkenndi mér áðan fyrir að vera sú eina í húsinu sem þyrfti að mæta í vinnu í fyrramálið.  Meðan ég setti myndirnar inn ákvað ég að hætta að vorkenna mér og vera frekar þakklát fyrir að geta mætt í vinnu í fyrramálið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff...lítur ekki vel út!

Kem og tek þetta út sjálf eftir þrjár vikur! Og skal gera það ókeypis!

Norska mágkona (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

29 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband