Á hverju byrjar maður eftir svona langt hlé ?

Hef ekki komið nálægt bloggheimum ansi lengi  -  hvorki mínu eigin né annarra.  Hef hvorki skrifað á mitt blogg og varla lesið annarra manna blogg.  Vil þó ekki viðurkenna að ég sé forfallin fésbókarfíkill en viðurkenni þó að heimsækja fésbókina reglulega.

Heilsufar fjölskyldumeðlima er bara nokkuð gott - bóndinn losnaði við aukahlutinn úr fætinum um miðjan apríl - öllum til mikillar gleði.  Við heimsóttum doktorinn í Reykjavík og vonuðumst eftir dagsetningu á hvenær mætti taka draslið úr. ( héldum að þyrfti aðgerð til )   Doktorinn var hins vegar svo ánægður með hve allt hefur gengið vel að hann skrúfaði bara dótið úr á staðnum.   Bóndinn fór því heim hálfu kílói léttari. Smile 

Til að gera langa sögu stutta þá er hann laus við hækjurnar - getur svo sem flest allt sem hann ætlar sér nema beygja hnéð.  Hann hefur lítið komist í sjúkraþjálfun en á að vera duglegur að hjóla og gera æfingar sjálfur.  Lóðin bak við hús er komin í fínt form og bíllinn er þrifinn reglulega.  Hann er þó langt frá því að vera að fullu vinnufær.  Í vetur sest hann því á skólabekk, dagskóla, með öðrum unglingum í  Iðnskólanum í Hafnarfirði og mun því væntanlega útskrifast með sveinspróf í pípulögnum næsta vor.  Það er aldrei of seint að ná sér í menntun. ( Ef atvinnuástandið á landinu verður ekki farið að skána næsta sumar þá er hann allavega kominn með réttindi og getur fylgt í fótspor fleiri íslenskra iðnararmanna og sótt um vinnu í Noregi. )

Bræður hafa verið sprækir og ekki orðið misdægurt.  Njóta þess í botn að vera í sumarfríi, vaka lengi og sofa frameftir.  SÁ varð reyndar fyrir óhappi á Klaustri sl mánudag.  Við vorum nýbúin að tjalda og vorum að byrja að grilla þegar strákur dettur og það brotnar upp úr báðum framtönnum.  Eftir símtal við tannlækni er ákveðið að bruna á Selfoss og þangað erum við komin rúmlega 10 um kvöld.  Eftir 1 og 1/2 tíma í stólnum hjá Tannlæknahjónunum stendur strákur upp með hvítt og fínt plast í tönnunum og ekki hægt að sjá hvað eru tennur og hvað eru plast.

Eftir að fjölskyldan hafði gúffað í sig bensínstöðvarsamlokum ( allir orðnir glorhungraðir ) þá var brunað á Klaustur aftur ( tjaldvagninn, sængurnar okkar og allt annað dót varð eftir þar ) reyndar með smá stoppi á Hvolsvelli í húsbílnum hjá afa og ömmu.  Á Klaustur vorum við svo komin um kl hálf þrjú um nóttina.  Þið getið ýmindað ykkur hvort við vorum fljót að sofna eða ekki !

Þó svo það hafi verið gaman í ferðalagi þá var líka gott að koma heim.  Bæði að sofa í sínu rúmi og " gott að komast á klósettið heima hjá sér " ( JAE)  Ókosturinn við að koma heim er hins vegar  að skyndibitaát og  gosdrykkjaþamb er að mestu bannað.  

Þar sem bóndinn verður fátækur námsmaður í vetur og ég þá væntanlega fátæk námsmannafrú þá er kannski eins gott að fara dusta rykið af sparnaðarráðum hagsýnu húsmóðurinnar.  Hver veit !

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

gaman að heyra frá þér og ykkur,svo sem ekki langt síðan við hittumst,en við sjáumst vonandi fljótlega,njótið vel það sem eftir er af sumarfríinu,

kv húsfreyjan úr neðri byggð

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 25.7.2010 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

29 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband