ég er besta mamma í heimi

 " mamma " getum við haft pizzu í matinn ?   sagði sonur við mig um klukkan hálf sjö ( á föstudagskvöldi )

" kannski " sagði mamman, sem var búin að panta pizzu því hún nennti ekki að elda Blush

" og getum við þá pantað hana ?" sagði sonurinn sem finnst heimabökuðu pizzurnar mínar ekkert sérstakar .

" kannski " sagði mamman bara og beið eftir að klukkan yrði nógu margt svo hún gæti sótt pizzuna.

" ef þú gerir það þá ertu besta mamma í heimi " sagði sonurinn og gaf mömmu sinni koss á kinnina. InLove

Þegar ég kom svo heim með pizzuna var hinn sonurinn kominn heim og vinur hans með honum.    Ég var ekki komin úr skónum og stóð með pizzukassann í hendinni þegar bæði sonurinn og vinurinn þutu á móti mér til að láta mig vita hvað vinurinn hefði verið svakalega óheppinn.  Hann fékk sko bara súrmjólk með banana í kvöldmatinn.  

Auðvitað er ekki hægt annað en að vorkenna svona óheppnum dreng og að sjálfsögðu var honum boðið að fá sér pizzu, gos og franskar með okkur.   Nema hvað !

Æfingamót í körfubolta hjá syninum sem er búinn að æfa körfubolta í 4 vikur.  Mæting í Vesturbæinn klukkan hálf níu í fyrramálið .  En morgunstund gefur gull í mund svo það verður ekki vandamál Sleeping 

Norski bróðir skrifaði smá pistil um lata bloggara - ég tók það til mín og er sem sagt búin að bæta úr því.

Sat með kökk í hálsinum um daginn en jafnframt ótrúlega stolt af vinum mínum þegar ég horfði á þennan þátt    Það sem fallega vinkona mín og fjölskylda hennar hefur gengið í gegn um  þessi 13 ár síðan slysið varð er bæði margt og mikið.  Og því er ekki lokið enn.  Að geta lifað lífinu áfram með bjartsýnina og jákvæðnina að leiðarljósi  er ekki sjálfsagt.  Það þarf styrk til.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jibbí Kóla :) ég styð bróður þinn... meira húsmóðurblogg takk!

Norska mágkona (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 19:25

2 identicon

Sammála Ollu.

Hafdís. (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

29 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband