10.10.2010 | 22:58
Stóri dagurinn er á morgun
og spennan kraumar undir niðri. Bræður verða þó forframaðri með hverju árinu og gengur betur að hafa hemil á spennunni. Spyrja þó reglulega hvort við séum ekki búin að kaupa afmælisgjöf og hvort þeir fái ekki örugglega pakka. Þeir vita að það er kominn pakki frá afa og ömmu að austan og fannst frekar fúlt að mamman skyldi setja hann strax inn í skáp. Svo komu góðir gestir í dag, hafnfirski bróðir og mágkona með glaðning - gjafabréf í bíó og pening. Þetta er svo spennandi.
Annars er ég
- Búin að baka slatta, krossa fingur og vona að kræsingarnar dugi.
- Tveir búnir að afboða sig og því ekki nema 18 gestir væntanlegir.
- Veðurspáin lofar góðu
Hins vegar kom babb í bátinn og við þurfum að skila rútunni fyrr en áætlað var svo tíminn í skóginum er styttri en stóð í boðskortinu. En það hlýtur að bjargast. Í versta falli fæ ég 18 kraftmikla gaura í sykursjokki inn til mín. Sumum (nefni engin hafnfirsk nöfn) finnst þetta rosalega "2007" að leigja rútu fyrir barnaafmæli. Betra er seint en aldrei að taka þátt í bruðlinu, ég keypti ekki einu sinni flatskjá.
Bræður eru orðnir afar spenntir og hlakka mikið til. Þeir fá óvæntan ( sem þýðir óhollan ) morgunverð í fyrramálið, mega horfa á sjónvarpið meðan þeir borða og síðan mega þeir nánast hafa þetta eins og þeir vilja. Það þýðir "non stop" tölvutími þar til annaðhvort foreldrið rennir í hlaðið og eyðileggur allt.
Það er nefnilega frí í skólanum hjá bræðrum pabbinn er búinn um hádegi og mamman fær frí um hádegið líka. Þá tekur fjörið við.
Haldið þið ekki að sá stóri hafi staðið upp úr sófanum á laugardaginn og klætt sig í skó þegar ég sagðist ætla út að ganga. Bara ánægð með kallinn !
Um bloggið
kona á besta aldri
30 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.