14.10.2010 | 20:25
Afmælisveislan búin
og eins og venjulega er ég voðalega fegin að það eru svona um það vil 360 dagar í þá næstu. Annars var þetta fínasti dagur og bræður og veislugestir ánægðir. Reyndar voru afföll - einhverjir veikir og einhverjir sem létu ekkert vita . Þótt svo allir hefðu mætt OG einhverjir tekið með sér gesti þá hefði verið meira en nóg af veitingum. Ég setti slatta í frystinn aftur, henti einhverju og allir komnir með ógeð á bananabrauði því það var í matinn næstu tvo daga á eftir.
Þarf greinilega að fara á námskeið í " hvernig á að áætla veitingar í veislu " . Bæði kjúklingavængirnir á ættarmótinu og afgangurinn eftir þessa afmælisveisluna sanna það. Ég er greinilega dálítið illa haldin af " það verður að vera nóg til " syndrominu
Bræður fengu nýja síma í afmælisgjöf frá okkur foreldrunum og eru hæst ánægðir með þá. Annar sonurinn er kominn í kvöldsímabann en hann er búinn að spila leiki á símanum undir sæng undanfarin kvöld fram eftir öllu. Skapið á morgnanna hefur líka verið eftir því.
Unglingaeinkennin verða meira og meira áberandi. Nú eru derhúfur t.d. ekki lengur derhúfur. Bræður eru að byrja að elta tískuna og langar báðum í ákveðna týpu af derhúfum. Þær eru "með beinu deri og ekki svona opnar að aftan " Hvar skyldu svo þessar óskaderhúfur fást ? "Æi eitthvað Brim " sagði SÁ sem þóttist afar vel að sér í derhúfumálum.
Það er sem sagt viðkoma í brettabúðum næst þegar við förum í höfuðborgina. Ég hlýt að hafa misst af einhverju, það er agalega stutt síðan ég verslaði í barnafatabúðum. Er ekki alveg tilbúin að samþykkja að það sé komið að unglingabúðum.
Það eru 71 dagur til jóla. Er búin að kaupa 1,5 jólagjöf - en þú ?
Um bloggið
kona á besta aldri
30 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svakalega líður tíminn hratt.Unglinsárin að koma.???Það eru fleiri með það verður að vera nóg til syndrom.Þegar Guðný fermdist bakaði ég 30 tertur og bauð 60 manns.?????????Það er eitthvað virkilega mikið að.Kveðja að austan.
Hafdís.21 (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.