21.2.2011 | 21:58
Ætli ég hafi fengið höfuðhögg ?
Eins og hjá svo mörgum öðrum er alltaf á stefnuskránni að hreyfa sig meira. Ekki veitir af - aldurinn færist yfir, skrokkurinn stirðnar, og almennt heilsufar er einhvern veginn aldrei nógu gott. " Eitthvað sem heitir lífstílssjúkdómar, hár blóðþrýstingur, hátt kólesteról, léleg meltingarstarfsemi og fleira sem fyrir örfáum árum þjáði bara gamalt fólk er nú rétt handan við hornið hjá mér og mínum jafnöldrum.
Ef hreyfing eða líkamsrækt á að verða hluti af lífstílnum þá verður hún að vera skemmtileg. Svo einfalt er það. Mér þykir gaman að ganga og sé alveg fyrir mér að tölta á fjöll og fyrnindi í nánustu framtíð. Mér þykir líka gaman að hjóla og á þetta fína hjól inni í bílskúr. Var reyndar þokkalega vel notað síðasta sumar og verður eflaust vel notað í sumar. En - nú er vetur og þó svo veðrið sé gott í dag þá veit maður aldrei hvernig veðrið verður á morgun og hvort maður kemst út í gönguferð eða ekki. Þá þarf maður að finna sér aðra hreyfingu.
Líkamsræktarstöðvar höfða ekki til mín og þó ég hafi hugsað um að herma eftir nágrönnunum, kaupa hlaupaskó og nota þá, þá hefur það aldrei náð lengra. Sundið er ekki mín hreyfing heldur og mér nægir fullkomnlega að vera fótbolta og körfuboltamamma. það er hvorki til umhugsunar né umræðu að taka þátt í einhverju (very) old girls boltasprikli. því miður.
En ( og nú kemur ástæðan fyrir því að ég velti þessu fyrir mér með höfuðhöggið ) ég spurði júdóþjálfara bæjarins í síðustu viku hvort það væri í boði fyrir fullorðna að æfa júdó hér í bæ. " já já sagði hr júdóþjálfari " komdu bara - kl 18 þrisvar í viku. þetta eru nú reyndar mest strákar á aldrinum 16-18 ára en komdu bara. Ég fór í dag og horfði á eina æfingu. Komst að því að þetta eru ekki mest strákar á aldrinum 16-18 ára. Þetta eru BARA strákar á aldrinum 15 - 18 ára. Flestir ennþá í grunnskóla og synir kunningjafólks. Flottir og áhugasamir strákar, harðir naglar sem eftir upphitum blésu ekki úr nös og skelltu svo hverjum öðrum á gólfið svo glumdi í. Var skíthrædd og leið afar heimskulega eftir að hafa horft á þessa duglegu stráka.
Ég verð 42 ára á þessu ári og er eldri en mæður flestra strákanna. Er of þung í arfaslöku formi, með gleraugu sem hentar nú ekki í þessari íþrótt, fyrir utan það að ég veit EKKERT um júdó.
Ég er samt í alvöru að velta fyrir mér að mæta á næstu æfingu
Um bloggið
kona á besta aldri
32 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gamla gamla líst vel á þetta hjá þér, bara að láta vaða.
já og ég biðst afsökunnar á öllu sem ég hef gert þér í gegnum tíðina
Stóri bró
Gísli (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 09:02
Takk fyrir peppið
Ég skal fyrirgefa þér að hafa hringt þrisvar í mig á 5 mínútum þegar hinn heilagi sjónvarpsþáttur ER með Geroge Clooney í aðalhlutverki var að byrja. Ég man nú ekki eftir neinu öðru alvarlegu sem þú hefur gert mér í gegn um tíðina
Húsmóðir, 22.2.2011 kl. 09:56
Já, það er ekkert verið að byrja neitt rólega... líst vel á þetta.
Heidar Birnir (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.