24.2.2011 | 17:47
Lífsgæðakapphlaup og ástarmál unglinga
Að mínu mati eru bræður (og sumir jafnaldrar þeirra ) að flýta sér allt of mikið að verða unglingar. Lífsgæðakapphlaupið er þegar hafið, þó bræður séu nú ekki (ennþá) hraðskreiðustu þáttakendur þá eru þeir samt með.
" oh ég vildi að ég fengi 40 þúsund í afmælisgjöf" sagði annar sonurinn í morgun þegar hann var að baksa við að reima skóna sína.
Nú - spurði ég !" Já - Mig langar svo í Æfón "
Að sjálfsögðu langar 9 ára ungling í Æfón - nema hvað.
Frá Æfóni og að ástarmálunum.........................
Jafnaldra þeirra bræðra býr í götunni - snaggaraleg og skemmtileg stelpa sem hefur munninni fyrir neðan nefið.
Ég átti erindi fram hjá húsinu hennar í dag og sú stutta var úti í glugga. " hæ " kallar hún til mín og veifar. Ég kalla "hæ" á móti. " Ég er hætt með X " kallar hún aftur og nefnir nafn á bekkjarbróður sínum . "Nú" kalla ég á móti, "er langt síðan " og þykist hafa vitað af sambandinu allan tímann. - "nei, segir hún bara rétt áðan. Samtalið varð ekki lengra og ég held áfram heim til mín.Þeir bræður koma heim stuttu seinna og ég fer að spyrja út í kærustuparið sem er greinilega orðið kærustuparið fyrrverandi. SÁ kannaðist við parið en hélt að bekkjarbróðirinn ætlaði nú að hætta með henni. Þá glotti JA " veistu hvað hún ( og nefndi nafn þeirrar sem var nýorðin einhleyp ) kallaði til mín áðan þegar ég hljóp fram hjá húsinu hennar ? " hæ JA, ég er á lausu "Svona eru sem sagt ástamálin hjá fjórðubekkingum !
Um bloggið
kona á besta aldri
33 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
dásamleg færsla.Hvað lífið getur nú verið ljúft á þessum aldri.Ekkert Isave og ekkert ESB .
Hafdís. (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 20:42
'Eg á frábæra ömmustráka
mamma /amma (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.