6.3.2011 | 23:01
Nettómóti lokið
Risastóru, fjölmennu og vel skipulögðu körfuboltamóti lokið. Sjá http://nettomot.blog.is/blog/nettomot/ - um 190 lið og 1200 leikmenn tóku þátt og auðvitað voru fylgdust foreldrar stoltir með.
Við bræður erum búnir að vera í Keflavík mest alla helgina - þeir að keppa í körfubolta og ég að horfa á, hvetja, vera liðsstjóri, bera töskur, útvega fóður þegar þörf gerist, fara með 7 strákum í bíó, vera bílstjóri og fara með hópinn í sund. Það var mikill spenningur að fá að gista í skóla í Reykjanesbæ en þar sem strákarnir áttu ekki leik fyrr en klukkan 13 í dag þá tók einn pabbinn sig til og bauð hópnum að gista heima hjá sér í Grindavík á laugardagskvöldið. Pabbi hans Ó var sko "the man " það kvöldið.
Heimalærdómur var settur út í kuldann þessa helgina. Fjölskyldan fylgdi hefðinni og horfði á Top Gear eins og venjulega á sunnudagskvöldum. Eftir það fóru bræður beinustu leið í rúmið og voru varla búnir að setja höfuðið á koddann þegar þeir voru sofnaðir.
Bolludagur á morgun - ég ætla að baka.
Um bloggið
kona á besta aldri
32 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.