24.4.2011 | 22:44
Páskahret og súkkulaðibrún uppköst
Veðrið hefur ekki boðið upp á mikla útivist þessa páskana, búið að vera rok, kuldi, rigning, haglél og snjór. Akkúrat núna er allt hvítt úti og ég þyrfti að sópa af bílnum ef ég ætlaði mér eitthvað út.
Dagurinn var tekinn snemma, bræður byrjuðu á því að rekja vísbendingar sem búið var að koma fyrir og með smá aðstoð frá mömmunni tókst að finna hin heittelskuðu súkkulaðiegg. Foreldrarnir þurftu líka að rekja vísbendingar eins og
1) farðu inn í eldhús - og auðvitað fórum við inn í eldhús. þar var næsta vísbending :
2 ) farðu inn á klósett - við þangað og þar var miði :
3) Allt í plati, ha ha ha - farðu inn í stofu. -
Við inn í stofu og þar máttum við leita - ekki mjög lengi samt - þar til við fundum páskaeggin sem tilheyrðu okkur.
Og einu sinni á ári má borða súkkulaði í morgunmat - það var sem sagt í dag
Letidagur að baki með miklu sjónvarpsglápi og páskaeggjaáti. Mágur kom og snæddi með okkur dýrindis hreindýrasteik. Eldamennska að hætti húsbóndans eins og hún gerist best. Bræður höfðu þó ekki mikla lyst enda ekki slegið slöku við páskaeggjaát.
Annar sonurinn tók sig til áðan og skilaði megninu af súkkulaðinu til baka. Einhvern tímann verður allt fyst og nú er það "vísindalega" sannað að uppköst geta verið súkkulaðibrún og lyktað af súkkulaði.
Smá innskot :
það er einnig "vísindalega" sannað að uppköst geta verið súkkulaðibrún en lyktað eins og uppköst ! Hinn sonurinn er sem sagt búinn að skila sínu súkkulaði líka
Um bloggið
kona á besta aldri
30 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.