Hvað er í matinn ?

Hvað er í matinn og hvað eigum við að borða ? 

Algeng spurning á mörgum heimilum, ekki spurning ?

Mitt heimili er eitt af þeim.  Ég er oft bæði svarandi og spyrjandi.  Svara spurningunni um hvað eigi að vera í matinn en spyr yfirleitt hvað eigi að vera í matinn.

Í dag spurði ég bóndann " hvað eigum við að borða " ?  Bóndinn ákvað að svara einhverju öðru en " ég veit það ekki " til tilbreytingar  og kom með tillögu um steikt gras !

Sonurinn sem sat í eldhúsinu og nagaði epli var fljótur að mótmæla þessu " Nei takk fyrir, ég ætla sko ekki að vera í vímu "!!!!!

Við vorum smá stund að fatta svarið -  fengum svo sjokk á leiðinni í búðina - aðallega yfir því að sonurinn skyldi vita þekkja orð eins og gras  ( hina merkinguna ) og svo víma.

En -grillað lambakjöt á 50% afslætti, bakaðar kartöflur, salat og heimagerð sinnpessósa brögðuðust ljómandi vel.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

248 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband