brilljantín eða vaselín ?

Ég hef stundum sagt að bræður séu bráðþroska unglingar.  Kannski hefur það eitthvað með að gera að mér finnst þeir stækka allt of fljótt Blush

En móðir og unglingar fóru í klippingu um daginn.  Nú er ekki lengur hægt að tala um sumarklippingu sem þýðir að hárgreiðslufrænka er hætt að draga fram rafmagnsklippurnar og snoða strákahausana.  Nú skal klippingin vera hipp og kúl með síðan topp, stutt að aftan og ekki klippa of mikið í hliðum.   En þó klippingin sé fín þá haldast hárin nú ekki alveg eins og þau eiga að vera. 

Bræður eru farnir að eyða mun meiri tíma en venjulega fyrir framan spegilinn og geta ekki farið í skólann nema vandlega greiddir.  Skilningslaus móðirin á samt frekar erfitt með að skilja af hverju það þarf að greiða sér svona vandlega þar sem ekki er hægt að halda út úr húsi án þess að setja húfu ofan á hárgreiðsluna GetLost

En það er ekki bara á morgnanna sem bræður greiða sér.  Annar sonurinn var búinn að eyða dágóðum tíma inni á baði einn seinnipart og kemur vel "greiddur" fram.  Eitthvað fannst mér áferðin á toppnum ( sá ekki meira af hárinu þar sem strákur var með derhúfu ) öðruvísi en venjulega og fer að skoða.   í ljós kom að strákur hafði sett vaselín á varirnar á sér og ákveðið að þetta gums væri nú örugglega hentugt í hárið líka.  

Ég bað strák um að gera þetta ekki aftur og frekar spyrja mig ef honum langaði í gel eða eitthvað annað efni í hárið framvegis.  Hann lofaði því.  Ég er handviss um að hann stendur við loforðið.  Eftir fimmta sápuþvottinn um kvöldið ákváðum við að láta það gott heita en það hefði ekki veitt af einni til tveimur þvottum í viðbót.  Eftir nokkra leit fannst túba af hárgeli sem verður til afnota fyrir þá bræður.  Spurning hvort pabbi eigi að leita í gömlum snyrtitöskum og sjá hvort það leynist brilljantín einhvers staðar.  Ekki notar hann neitt í hárið, er hvort eð er að mestu vaxinn upp úr því.

Ég var spurð um daginn hvort ég ætti, eða hefði átt, einhverjar tengdadætur.  Nei ekki veit ég til þess.  Hin móðirin ( einhleyp og líka tviburamóðir sem  á strák og stelpu ) glotti og sagðist vera búin að eiga þrjár !  Sonurinn hringdi í móður sína um daginn og hreykti sér af því að nú væri hann á föstu en ekki hún InLove   Tengdasynir voru hins vegar ekki á dagskrá.

Sá stóri kom heim lurkum laminn í gær og í dag.  Skrokkurinn er löngu búinn að gleyma öllu sem heitir líkamleg áreynsla og kann ekkert á þetta lengur.    Hann er í verklega hlutanum af sveinsprófinu og klárar á morgun. - Svo er útskrift 20 maí.  Þá verður kannski veisla !

Bræður byrja í prófum í næstu viku - próf eru ekki spennandi en það er sumarfríið hins vegar. 

Ég horfði á Júróvision áðan og fékk áfall.  Ísland komst áfram en ekki Noregur ??

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þeir eru að fullorðnast pjakkarnir.hlakka til að sjá þá á Djúpavogi í sumar.Móðir mín setti Nivea krem í hárið á mér til að hemja krullurnar sem stóðu beint upp í loftið.´Þvílík vileysa.kveðja frá Norðfirði í 4 stiga hita og þokusúld og enginn garðvinna hafin nema hjá þeim allra hörðustu.

Hafdís. (IP-tala skráð) 12.5.2011 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

30 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband