Unglingar - ó já

9 - 10 - 11 ára unglingar eru dálítið fyndnir.  Um daginn kom félagi í heimsókn sem er eldri en unglingarnir á þessu heimili.  Hann var töffari - fannst honum Whistling  Ég sneri mér undan og hló í laumi.  Maður hlær nefnilega ekki að töffurum.

Töffarar herma eftir eldri töffurum og vilja hafa buxurnar á mjöðmunum.  Það gekk erfiðlega hjá þessum töffara - buxurnar hans voru mest á hælunum.  Þennan dag var hann í marglitum boxer nærbuxum.  ( þar áður voru þær hvítar með blárri teygju ) Ég sá þær oftar en ég kærði mig um þegar töffarinn gleymdi að ganga eins og hann væri með stóran bolta milli hnjánna og missti buxurnar niður á hæla.   Hann gafst upp á að spila körfubolta, það gekk frekar illa þar sem önnur hendin var alltaf upptekin við að halda buxunum uppi Blush 

Unglingarnir á þessu heimili eru í fínu formi.  Eyða miklum tíma í að greiða sér,  horfa á þætti eins og One Tree Hill, 90210 og Royal Pains og slást um að lesa fréttablaðið fyrst á morgnanna.  Eru löngu hættir að hlusta á Prumpulagið og Strumpana en kunna flest það sem Steindi, Friðrik Dór, Eminem og Emmsje Gauti senda frá sér.  Svo ekki sé minnst á Akon.  Þó ég sé búin að hlusta á þetta lag í ýmsum tóntegundum síðustu vikurnar þá get ég ekki vanist því að heyra næstum 10 ára unglingana söngla þetta   " I just had sex and it felt so good "

Sjóarinn síkáti handan við hornið og við vorum fyrst í götunni til að skreyta. Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

30 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband