13.6.2011 | 16:55
að vera ekki á fésbókinni
Ég datt inn á blogg um daginn hjá Íslendingi í Bergen ( ekki Ingþór samt ) sem virðist vera undir pressu um að skrá sig inn í þetta samfélag. Út frá þessum lestri fór ég að velta þessu fyrir mér með fésbókina.
Ég var og er meðlimur í fésbókarfjölskyldunni þó svo ég hafi tekið ákvörðum um að pásu og hef ekki skráð mig þar inn síðan í nóvember á síðasta ári. fyrir mig var þetta orðinn of mikill tímaþjófur og ég ákvað að nota tímann frekar í eitthvað annað en að innbyrða upplýsingar um hvort fólk væri búið að fara út að hlaupa, taka til, drekka bjór eða vera með höfuðverk eftir að hafa drukkið bjór. Þetta er ekki eitthvað sem skiptir máli og ég hlýt að hafa eitthvað betra við tímann að gera. T.d. að tuða á bloggsíðunni minni.
Eflaust hef ég misst af einhverju, hvort gömul skólasystir sé orðin amma, einhver hafi viljað bjóða mér á lagersölu á gömlum kafbátum eða jafnvel boði í afmæli. Sumir senda bara rafrænt boðskort. Ef einhver hefði virkilega viljað bjóða mér í afmælið sitt þá hefði hann haft samband beint þegar rafmagnsboðskortinu á fésbókinni var ekki svarað. Ég fór allavega í skemmtilegt fertugsafmæli í febrúar En mér líður vel svona ótengdri og ótrúlegt en satt þá virðist fullt af fólki þrífast ágætlega og lifa mjög góðu lífi án þess að vera innskráður á www.facebook.com.
Annars hefur þessi samskiptavefur líka marga góða kosti. - Margir eru í samskiptum við fólk þar sem þeir hafa ekki tök á að hafa samskipti við annars. Undirbúningurinn fyrir stúdentsafmælið mitt fór alfarið í gegn um fésbókina og alveg frábært að fylgjast með þannig. Yfir 100 manna hópur sem er dreifður út um allan heim gat verið í sambandi, skipst á skoðunum o.s.frav. og enginn þurfti að missa af upplýsingum sem var miðlað þarna fljótt og vel.
Fésbókin er fín - í hófi.
Um bloggið
kona á besta aldri
30 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.