3.7.2011 | 20:34
Tvö í kotinu
Við erum bara tvö í kotinu við hjónin og búin að vera í næstum tvo sólarhringa. Föstudagurinn rann loksins upp en þá áttu bræður pantað flug til afa og ömmu fyrir austan. Það er spennandi, bæði að fara aleinir í flugvél og ekki síður að fara einir í heimsókn, engir foreldrar með.
Föstudagurinn rann loksins upp - pabbi vaknar eldsnemma til að vera mættur á réttum tíma í vinnu í Reykjavík og mamma þurfti líka að mæta eldsnemma í Reykjavík í læknastúss. Því var ákveðið að bræður kæmu, að sjálfsögðu einir, með rútu í Reykjavík. Það var líka töluvert spennandi.
Um hádegið var læknastússi mömmunar lokið og hún tók á móti bræðrum sem þóttust nú aldeilis veraldarvanir, búnir að fara "aleinir" í rútu og sátu meira að segja aftast
Að venju voru bræður svangir. Því var snarlega bjargað með aðalrétti á KFC og svo eftirrétti á Metro. - Við fórum í búðir, skoðuðum tölvuleiki og fleira skemmtilegt - fórum svo í Kringluna þar sem bræðrum tókst að eyða peningunum sínum.
Við ákváðum að fara í fyrra fallinu á flugvöllinn - tékka okkur inn snemma og vera tilbúin. Það gekk allt eftir NEMA hvað seinkun varð á flugi og í staðinn fyrir að fara í loftið kl 18,00 var klukkan orðin 19,20 þegar bræður voru komnir út í vél. - það var MJÖG erfitt að bíða og lá við að annar sonurinn fengi taugaáfall yfir þessu öllu saman því honum var ýmislegt annað gefið í vöggugjöf en þolinmæði.
Annar sonurinn hringdi í mig í dag - vildi vita hvað ég væri að gera. Ég sagði honum það. Hann hafði það afar gott, var nýbúinn að vera í klukkutíma í tölvunni hennar ömmu. Svo tilkynnti hann mér í óspurðum fréttum að hann hefði ekki farið að sofa í nótt fyrr en klukkan hálf eitt. Af hverju fór hann svona seint að sofa ? Já hann var nefnilega að horfa á bannaða mynd. Lúxuslíf að vera hjá afa og ömmu. Ætli hann eða þeir bræður vilji nokkuð flytja heim aftur !
Frá og með morgundeginum verður bóndinn bara einn í kotinu - bræður verða áfram fyrir austan en húsmóðirin þarf að leggjast inn á spítala. Í byrjun júnímánaðar kom í ljós að frúin er með æxli í höfðinu og það á að fjarlægja í fyrramálið. Þetta æxli er að öllum líkindum búið að vera þarna í mörg ár og 99,9% líkur á því að það sé góðkynja. Það er frekar ofarlega í höfðinu og ekki í heilanum heldur við höfuðkúpuna. Að sögn læknis er það á "auðveldum" stað fyrir aðgerð.
Aðgerðin verður í fyrramálið og að henni lokinni verð ég á gjörgæslu í sólarhring. Ef allt gengur vel kemst ég svo heim á föstudag. Ég er þokkalega róleg yfir þessu öllu saman og trúi því, þar til annað kemur í ljós, að þetta fari allt vel.
Stefnan er svo tekin á ljótupeysupartí seinna í mánuðinum, mæta ekki allir þangað ?
Um bloggið
kona á besta aldri
30 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi þér sem allra best Birgitta mín og sjáumst hressar í ljótupeysu partíinu.Eiga allir ljótar peysur eða þurfa kanski að kaupa þær.?
Hafdís. (IP-tala skráð) 4.7.2011 kl. 13:23
Gangi þér vel litla kellingin.... Hlakka til að sjá þig um helgina og kyssa á bágtið. Komdu þér svo á fætur og þið hjónin megið svo alveg hætta að vera svona mikið hjá læknunum! Komið nóg í bili.
xx og x frá Norge
Norska mágkona (IP-tala skráð) 4.7.2011 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.