Það gengur allt vel

Fyrirsögnin segir allt sem segja þarf - það gengur allt vel

Nú er rúm vika síðan ég var skorin og í gær voru saumarnir teknir úr höfðinu á mér.  Einnig fékk ég staðfest að æxlið hefði verið góðkynja svo næstu vikur fara í það að safna kröftum, hvíla mig og ná upp þreki til að verða tilbúin í daglegt líf á ný.

Ég er ekki rúmliggjandi, geng um húsið og út á pall. Ég hef ekki verki að neinu ráði og er bara með venjuleg verkjalyf.  Í dag er ég búin að fara út í búð og upp á bókasafn.  Reyndar ekki ein, tengdamamma keyrir mig og heldur á pokum fyrir mig.  Ég hefði ekki farið í búðina nema hafa stuðning af innkaupakörfunni Blush  Á erfitt með að labba lengi óstudd þar sem ég hef alltaf svimatilfinningu yfir höfðinu en það batnar með hverjum deginum.  Ég á að hreyfa mig á hverjum degi en hvíla mig líka.

Þó þetta hafi allt gengið vonum framar og það sjáist ekki á mér að ég hafið farið í svona aðgerð ( er með allt hárið ennþá þó svo ég hafi nú látið klippa það stutt fyrir aðgerð ) þá er það nú heilmikið mál og áreiti fyrir líkamann þegar höfuðkúpan er opnuð og krukkað í það sem er fyrir innan svo ég má alveg búast við að það taki tíma fyrir líkamann að ná sér.

En miðað við að hafa legið á skurðarborðinu fyrir 8 dögum síðan þá hef ég það fínt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

30 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband