Engar fréttir eru góðar fréttir

eða þannig

Dagarnir líða - vika síðan bræður komu heim aftur - þótt Þeir hafi haft það afar gott hjá ömmu ( og afa þegar hann var heima ) þá voru þeir alveg tilbúnir að koma heim. - Þeir hafa verið voða góðir við mömmu sína og ekki kvartað þótt þjónustustigið á heimilinu hafi lækkað Wink

Ég hef það fínt - svimi yfir höfðinu er á stöðugu undanhaldi og kemur helst fram þegar ég er þreytt.  Ég er farin að fara í stuttar gönguferðir og get labbað sjálf í búðina.  Reyni að fara í nokkrar gönguferðir á hverjum degi ásamt því að sinna heimilinu, svona á yfirborðinu allavega Blush  Orkan er ekki mikil og ég myndi skíttapa 100 metra hlaupi á móti 3 ára barni en þetta kemur allt.  Ég tek vítamín og lýsi og reyni að borða hollan mat.  Það gengur þó misvel því ég hugsa ekki um annað en eitthvað sykrað, saltað eða steikt.  Veit ekki hvort það er líkaminn að biðja um skyndiorku eða hvort mér bara leiðist !

Keyrði bíl í fyrsta skipti eftir aðgerðina í morgun.  Það þurfti að sækja bílinn í Reykjavík á verkstæði go ég fór með bóndanum í morgun þegar hann fór í vinnuna.  Bæði ég og bíllinn komumst heim í heilu lagi.  Fékk enn eitt kastið yfir þeirri staðreynd að ekki sé hægt að sækja verslun og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu fyrir klukkan 10 á morgnanna.  Kom þó við á bensínstöð í Hafnarfirði og keypti mér kaffi.  Sá að það er ekki kreppa allsstaðar en miðað við þann fjölda (iðnaðar)manna sem verslaði sér kaffi og samlokur í morgunsnæðing ( klukkan var ca 7,50 þegar ég kom þarna ).  Mér fannst þetta rosalega 2007 eitthvað en kannski er það bara ég sem er svona mikill lúði  og finnst sjálfsagt að menn smyrji sínar samlokur heima hjá sér og spari fullt af peningum á því.

Ætla ekki í ljótupeysupartíið þótt mig langi alveg hrikalega - treysti því að ljósmyndanördarnir í fjölskyldunni  taki nóg af myndum og leyfi mér að upplifa þetta eftir á.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jibbííííí yfir góðum fréttum segja allir í bústað og gleðjast mjög!

Norska mágkona, mammennar, Gunnsa og Bumba sys, Fauskurinn og litli bró.

Familían í Brekkuskógi.... (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 23:19

2 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

takk fyrir okkur,þú ert ótrúlega hress miðað við það sem á undan er gengið,gott að að heimsækja þig og muffins er í pant hér á bæ þökk sé þér,sjáumst vonandi fljótlega

kv húsfreyjan úr neðri byggð og dóttir

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 25.7.2011 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

247 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband