Sumarfrí bráðum búið

Styttist í skóla hjá bræðrum og engin sérstök tilhlökkun í gangi yfir þvíCrying  Fyrir tilvonandi unglinga sem hafa fengið að vaka til 10-11 á kvöldin - vakna þegar þeim sjálfum dettur í hug og vera eins og fuglinn frjáls á daginn, finnst tilhugsunin um að vakna snemma, heimalærdóm, skólatöskur og snemma að sofa EKKERT freistandi.

Mömmur -  og ekki bara á þessu heimili - bíða hins vegar spenntar eftir því að skólin byrji og rútína komist á heimilishald.  

Heimilishjálpin (amma) að austan er nýfarin heim aftur.  Hún sá til þess að húsið liti betur út að innan og einnig eignaðist ég tvennar nýjar buxur og eina flíspeysu.  ( Lesist = hún tók til og þrengdi og breytti fötum fyrir mig svo nú passa þau )  Einnig gerði hún við föt af bræðrum sem voru rifin og með götum

Sá stóri er stjórinn í vinnunni þessa dagana - hr yfirmaður er í fríi erlendis.  Nú er hann með 3 síma með sér dags daglega.  Þ.e. prívatsímann - vinnusímann og svo stjórasímann.  Eins gott að eiga vinnubuxur með nóg af vösum. Wink  Ljóshærði sonurinn vildi fá skýringu á aukasímanum - af hverju pabbi væri með 3 síma.  Þegar hann vissi að núna væri pabbi stjórinn þá kom " fær hann þá ekki hærri laun ?  Er hann ekki á lúsarlaunum ? "  Við hjónin fengum á tilfinninguna að þarna hefði strákur séð tækifæri :  ef pabbi fengi hærri laun þá væri líklegra að eitthvað "eigulegt" skilaði sér í vasa sonarins.  Við spurðum hann hvað lúsarlaun væru og hann vissi að það væru " ekki mikil laun eða mjög lítil laun " svo hann greinilega skildi orðið.

 En til fyrirbyggja misskilning þá eru launa- og peningarmál okkar hjóna ekki rædd fyrir framan börnin og aldrei verið nefnt að eiginmaður sé á lúsarlaunum. Þetta er því algjörlega frá syninum komið. 

Synirnir eru orðnir afar hárprúðir og ekki möguleiki að ég fari með þá svona loðna á skólasetninguna.  Ég leggst því á hnén fyrir framan hárgreiðslufrænku á mánudaginn og bið um klippingu fyrir afsprengin.Halo  Mér veitir reyndar ekki af klippingu heldur en ætla að láta það bíða aðeins, hársvörðurinn og örið er ennþá dálítið aumt.

Sjálfri líður mér ágætlega en finnst ganga afar hægt að fá orkuna aftur. Finnst eiginlega hafa komið afturkippur.  Gæti reyndar skipt máli að ég fékk sýkingu í sárið á vinstri hönd ( þar sem blaðran/hnúturinn var tekinn) og þurfti að fá pensilín.  En pensilínkúrinn er búinn svo nú er bara að sjá hvað gerist.  Best að taka vítamín og lýsi og fara í smá göngutúr 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pensilínkúrar sökkar og geta farið illa í magann sérstaklega. Vonandi kemur orkan með notalega hauströkkrinu :-x

Norska mágkona (IP-tala skráð) 21.8.2011 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

30 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband