5.9.2011 | 21:53
meš grįtt ķ vöngum og skegg
Jahį - nś er žaš opinbert, konan er komin meš grį hįr - bęši į hęgri og vinstri hliš, stašfest af eiginmanni og bįšum sonum Fę vęntanlega faglega stašfestingu į žvķ žegar ég heimsęki hįrgreišslufręnku nęst. Žaš veršur žvķ ekki bara klipping nęst žegar ég panta tķma ( sem er sko ekki vanžörf į ) heldur lķka litun !
Um daginn dreymdi mig aš ég vęri komin meš skegg - alskegg. Sem betur fer var žaš ekki grįtt.
Bręšur eru komnir ķ 5 bekk og žurfa nś aš lęra ešlisfręši sem žykir ennžį pķnulķtiš spennandi. Eša allavega ešlisfręšistofan. Skólinn er žó ennžį ķ heilu lagi og ekki hafa borist fréttir af neinum sprengingum ennžį. En veturinn er nś bara nżbyrjašur....................
Žaš gekk žó merkilega vel aš byrja aš vakna snemma aftur en bręšur eru ennžį ekki bśnir aš sętta sig viš aš žurfa aš fara fyrr aš sofa. " Ég get ekkert fariš aš sofa nśna sagši sįrhneykslašur sonur eftir skóladag nr 2, klukkan er bara ašeins meira en nķu " Fannst hann vera órétti beittur og lķfiš ( lesist foreldrar ) ósanngjarnt. Hann var žó fljótur aš sofna blessašur. Einnig finnst bręšrum fślt aš geta ekki horft į almennilegt sjónvarpsefni eins og CSI og ašra spennužętti sem eru of seint į dagskrį aš mati hinna ósanngjörnu foreldra.
Sį stóri er hęttur aš vera stjórinn ķ vinnunni, hr yfirmašur er męttur aftur. Fyrsta sem hann gerši var aš fara ķ vķnbśšina og kaupa bjór. Žegar mašur er stjórinn, meš stjórasķmann og alltaf į bakvakt žį er ekkert ķ boši annaš en kók og vatn. Svo žiš getiš żmindaš ykkur hvort bjórinn hafi ekki smakkast vel.
pallavešur um helgina - bęši laugardag og sunnudag. Fyrir žį sem ekki vita žżšir pallavešur aš žaš er hęgt aš vera fįklęddur śti į palli.
Ég ętla į Laugardagsvöll ( ķ fyrsta skiptiš į ęfinni ) į morgun - Ķsland - Kżpur. Ykkur misheyršist ekki - ég ętla į fótboltaleik. Bręšur fara į völlinn ķ boši KSĶ og ķ fylgd meš fulloršnum. žar kem ég til sögunnar. En žetta veršur bara gaman. Pabbinn fer meš ef hann kemst.
Ég į stefnumót viš hr skuršlękni ķ vikunni. Fróšlegt aš heyra hvort hann veršur įnęgšur meš batahorfur mķnar eša ekki. Ég er ekki tilbśin aš fara ķ fulla vinnu alveg strax en tel mig alveg fęra um byrja aš vinna eitthvaš. Žaš kemur allt ķ ljos.
Heyrši ķ norska bróšur ķ kvöld - smį tölvuhjįlp. Aumingja hann aš vera tölvusnillingurinn ķ fjölskyldunni - allir leita til hans. En hann hjįlpaši mér og į žakkir skildar fyrir žaš.
CSI nęst į dagskrįnni - og bręšur löngu sofnašir mśhahahaha.....
Um bloggiš
kona á besta aldri
30 dagar til jóla
Mįl dagsins
Fęrsluflokkar
Tenglar
Žetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg śr żmsum įttum
- Flott og gott Skemmtileg sķša sem ég rakst į fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleišingar um mat śr żmsum įttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frį upphafi: 0
Annaš
- Innlit ķ dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir ķ dag: 0
- IP-tölur ķ dag: 0
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.