6.10.2011 | 21:42
vetrarfrí og starfsdagar
Núna eru liðnar ca 10 vikur af skólastarfi vetrarins. Í dag og á morgun eru starfsdagar svo kemur helgi og þá tekur vetrarfrí við.
Kennarar og starfsfólk notar tímann til að kynna sér skólastarf í Bretlandi. Ég hef ekki móti því að þetta góða fólk sem uppfræðir og annast börnin mín í skólanum kynni sér starfshætti í öðrum löndum. Alls ekki.
Hins vegar nöldra ég yfir því að þetta sé gert í byrjun október - loksins er skóli og íþróttaæfingar farið að renna saman í góða rútínu og þá er það brotið upp. Ég hefði frekar viljað sjá þetta í febrúar eða byrjun mars.
Hugmyndafræðin á bak við vetrarfrí er góð og gild en hún virkar bara ekki í framkvæmd. Í mínum huga er vetrarfrí = tress, vesen og púsl um það hver á að taka frí úr vinnu. Ekki séns að hægt sé að nota þetta frí í einhverja fjölskyldusamveru.
Síðasti dagurinn í vetrarfríi er stóri dagurinn - bræður eiga afmæli. Það var ákveðið að halda ekki veislu fyrir félagana heldur verður tveim vinum boðið í óvissuferð í Reykjavík. Dagurinn endar svo á því hitta pabba í Reykjavík og borða á hamborgarafabrikkunni. til að hafa orku fyrir óvissuferð verður snæðingur af amerískum pönnukökum og fleira góðgæti hér heima áður en við höldum af stað.
Við hjónin vorum ein í húsinu í gær, bræðrum var óvænt boðið í sveitarferð með vini og gistu þeir þar eina nótt. Við svindluðum á heimilisreglunum, borðuðum inni í stofu og drukkum gos með. ( á virkum degi ) Sváfum svo fyrir framan sjónvarpið.
Bræður komu heim um miðjan dag, ánægðir með ferðina. Voru sofnaðir eldsnemma enda höfðu þeir farið seint að sofa og snemma á fætur.
Fjölskylduferð til augnlæknis á mánudag - gláka í báðum "tengdaættum" og fjölskyldumeðlimur innan við fimmtugt kominn með gláku á háu stigi. Frúin hefur ekki farið til augnlæknis í mörg ár og annar sonur telur sig sjá illa. Svo ákveðið var að hafa fjölskylduferð og láta skoða augun í öllum.
Ekki kominn snjór ennþá en töluverð hreyfing verið á logninu undanfarið.
Um bloggið
kona á besta aldri
30 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.