Vikan hefur bæði fært gleði og sorg

Liðin vika hefur verið viðburðarík, svo ekki sé meira sagt. Hún byrjaði með fjölskylduferð til augnlæknis. Eftir tveggja tíma veru hjá augnlækni var niðurstaðan sú að sá stóri þarf að mæta aftur eftir mánuð. Er í áhættuhóp og þarf eftirlit vegna gláku. Annar sonurinn þarf gleraugu. Mamman er með óbreytta sjón og þarf ennþá að nota gleraugu en allt annað er í lagi. Hinn sonurinn er með fína sjón og fengi sennilega nafnið Arnarauga ef fjölskyldan breyttist í indíánafjölskyldu.

Svo kom stóri dagurinn - 10 ára afmælið. Ekki var um hefðbundna veislu að ræða heldur var tveimur bestu vinunum boðið í óvissuferð. - svona þegar væri búið að safna orku með amerískum pönnukökum, köku og öðru gúmmulaði hér heima áður. Við byrjuðum á því að fara í fínu sundlaugina á Álftanesi, heimsóttum svo Ævintýragarðinn í Skútuvogi þar sem pabbinn slóst í hópinn og eftir að var farið í Gokart sem vakti mikla lukku.  Þá voru allir orðnir svangir og deginum lauk á Hamborgarafabrikkunni þar sem allir fengu borgara og ís.  Og til að tryggja að enginn yrði svangur á leiðinni fengu strákar hamborgaramöffins til að maula á leiðinni heim.

Afmælisbörnin voru ánægð með daginn og fljót að sofna þegar heim var komið.  Sama má segja um mömmuna sem var búin á því eftir daginn og sofnuð fyrir hálf tíu.   

Daginn eftir fékk ég svo símtal um hið skelfilega slys á Djúpavogi.  Síðan þá hefur hugurinn verið meira og minna þar bæði með fólkinu hans og vinum.  Hann hefur þó leitað í fortíðina að gömlum og góðum minningum enda við búin að eiga samleið í næstum 40 ár.  Eins og aðrir sem til þekkja er maður búinn að vera hálf dofinn síðan maður fékk þessar fréttir og gengur erfiðlega að meðtaka þær að fullu.  Blessuð sé minning þín gamli ( þú varst nú tveimur dögum eldri en ég ) nágranni.

í dag fórum við á starfakynningu  www.eures.is og vinnumálastofnunar í Ráðhúsi Reykjavíkur  - með aðaláherslu á Noreg.  Ekki það að við séum að flytja, allavega ekki á þessu ári, en það sakar ekki að horfa í kringum sig og kynna sér hvað er í boði annars staðar.  Ekki lekur bjartsýnin af manni hérna.

Heyrði í norska bróður í kvöld,  mikil spenna í gangi og þau hamast við að gera klárt heima fyrir Hafdísi sína um leið og ferðalagið.  Væntanlega koma þau með hana heim í byrjun des.  Á þessu ári hlakka ég mest til að fá jólakort með fjölskyldumynd Grin  Vonandi fæ ég ( og allir aðrir ) að sjá hana á næsta ári.  Ég þori nú samt ekki í heimsókn strax, þau verða að fá góðan tíma til að kynnast hverju öðru og litla Hafdís einnig að að kynnast nýju umhverfi og tveimur nýjum tungumálum.  En tækninördið hann pabbi hennar verður vonandi duglegur að senda myndir.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrirgóðan pistil að venju.'eg er líka að verða afar spennt að fá að sjá nöfnu mína.'I sambandivið bloggið ég minnkaði,þá þurfti ég til læknis,og hann byrjaði á að vigta mig.HUM.75 kíló ,HA?????tók svo hæðina 158.HA?????Síðast þegar hæðin var mæld 162cm.'Ut úr þessu kom akfeit pínuponsu l´til kona.Fer ekki til læknis bráð.Er Noregur farin að kitla hjónakornin.Skil það mjög vel.Fallegasta landið sem ég hef komið til.

Hafdís. (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

30 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband