1.11.2011 | 20:16
lífið heldur áfram
hér eins og annars staðar. Allt sinn vanagang eða þannig.
Ég finn að þrek og úthald hjá mér eykst - bara núna síðustu 3-4 vikur sem ég finn virkilegan mun. Að sjálfsögðu gleðst ég yfir því.
Stefni á gönguferðir og meiri hreyfingu framvegis, maður þarf líka að gera svoleiðis til að safna orku og þreki. Glími reyndar við jafnvægisleysi sem gerir gönguferðir stundum erfiðari. Jafnvægisleysið er ekki talið tengjast aðgerðinni/æxlinu í sumar og ég er búin að eiga stefnumót við nýjan lækni út af því.
Umræður við kvöldmatarborðið.
"mamma, næst þegar ég á afmæli ( í október ) og það er skóli, megum við JA þá fá langloku eins og er til í Nettó ( Sómi eða Júmbó) með í nesti " ?
Ég lofaði að taka það til skoðunar á sínum tíma.
"mamma, þegar þú varst á spítalanum og við JA vorum á Djúpavogi, hvar var þá pabbi ? " ( Pabbinn sat við borðið, beint á móti honum "
"Hann var í pössun hjá ömmu í rauða húsinu" svaraði ég.
Neeeeiiiii, sonur trúði því ekki að hinn 47 ára gamli pabbi hefði verið í pössun !
Hugurinn er hjá norska bróður og frú sem eru vonandi búin að fá litla brúna barnið sitt í hendurnar og geta kastað því upp í loft ef þau vilja. ( þeir sem eru búnir að lesa www.ingthor.is skilja hvað ég meina ) Þó ég bíði spennt eftir fleiri bloggfærslum frá þeim þá vona ég að þau séu alls ekki að hugsa um blogg núna
Um bloggið
kona á besta aldri
30 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.