Ný kona ?

Feðgar sátu allir þrí inni í stofu seinnipartinn og horfðu á Skjá 1 - keppnin "Ungfrú heimur" var á dagskrá og fullt af fallegum konum svifu um skjáinn.   Meðan á þessu stóð var ég í eldhúsinu ( nema hvað ) að undirbúa kvöldmatinn þegar annar sonurinn kallar :

" mamma, þú verður kannski reið, en ég held að pabbi sé kannski að fá sér nýja konu "

Mér þótti þetta alveg ástæða til að yfirgefa eldavélina og fara inn í stofu að kanna málið.   Sonurinn sat glottandi inni í stofu þegar ég kom og fylgdist með pabba sínum til að sjá hvernig viðbrögðin yrðu.

Jahá, ég skil, sagði ég þegar ég sá hvað þeir feðgar voru að horfa á.  En heldur þú að svona ungar konur eins og í sjónvarpinu hafi einhvern áhuga á að giftast manni sem er eins gamall og pabbi ?

" jájá, sagði sonurinn kokhraustur og greinilega staðráðinn í að eiga síðasta orðið, örugglega ef hún verður full !

Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því að fyrrum keppendur í ungrú Heimur fari að leggjast í drykkju og áreita eiginmanninn. Errm 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

31 dagur til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband