7.11.2011 | 23:00
Meira um feitu íslendingana - sælgætisát.
Þar sem þetta er bloggið mitt þá má ég tuða að vild.
Ég las þennan pistil í dag
http://cafesigrun.com/blogg/2011/11/04/bjutibollurnar-islensku
og þar sem ég er að mörgu leiti sammála því sem kemur þar fram þá ákvað ég að halda áfram að tuða. Im in the mood !
Ég er engin fyrirmynd í heilsu og hollustu, er of þung, borða of oft og of mikið af of óhollum mat. Mér þykir súkkulaði afskaplega gott og er að verða sólgnari í lakkrís en ég vil kannast við. En - sælgæti er ekki hluti af daglegri neyslu hjá mér. Ég þarf ekki að vera of þung vegna þess.
Ég er móðir tveggja sprækra stráka sem nálgast unglingsaldurinn (alltof hratt ) Mitt mat er að ég hafi hugsað mun betur um næringu þeirra og mataræði en mitt eigið. Þeir voru duglegir að borða úr öllum fæðuflokkum þegar þeir voru yngri en eftir því sem líður á því meira bras verður að halda ávöxtum og grænmeti inni og fiskur þykir frekar hallærislegur matur. Ef bræður mættu ráða væru pitsur, pasta, pylsur, hamborgarar,grjónagrautur og kakósúpa á matseðlinum.
En nóg um það. Aðaltuðið í þessu bloggi átti að vera um sælgætisát sem við leyfist hvar sem er og hvenær sem er. Og það eru ekki börnin sem komu þeirri venju á heldur við fullorðna fólkið.
- Af hverju er ekki hægt að fara í bíó án þess að borða sælgæti ?
- Af hverju er ekki hægt að fara í leikhús án þess að borða sælgæti
- Af hverju er ekki hægt að horfa á körfubolta-, fótbolta-, eða handboltaleik án þess að borða sælgæti.
- Barnið þitt fer á bekkjarskemmtun, diskótek eða föndurdag í skólanum - alls staðar er sjálfsagt að selja eða borða sælgæti.
- Svo ég tali nú ekki um íþróttamótin eða keppnisferðalögin - þar þykir sjálfsagt að selja og borða sælgæti allan daginn. Milli leikja þess vegna. Svo er skemmtun um kvöldið og þá virðist vera heilög skylda að allir grislingar fái sælgæti.
- Fyrir utað að þú skreppur í sund, bókabúð eða byggingarvöruverslun og þar er líka selt sælgæti.
- Svo er að sjálfsögðu nammidagur á laugardögum og þá þykir alveg sjálfsagt að 7 ára gamall grislingur fái 250 grömm eða meira af sælgæti til að troða í sig.
Þessi (ó)menning um sölu og neyslu á sælgæti fer gífurlega í taugarnar á mér. Og ekki nóg með að við séum næst feitust í heiminum, mér skilst að við séum með skemmdustu tennurnar líka.
Um bloggið
kona á besta aldri
30 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki get ég svarað öllum þessum spurningum, en í Djúpavogsskóla þar semég vinn má ekki koma með nammi á bekkjarkvöld né aðrar samkomur þar sem börn ,kennarar og foráðamenn skemmta sér saman.popp áv,safa og eitthvað slíkt er æskilegt, jafnvel böglis??eða hvernig er það skrifað?
amma Djúpavogi (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.