Að njóta líðandi stundar og dagsins í dag.

Á síðustu þremur vikum hef ég kvatt tvo jafnaldra mína hinstu kveðju og fylgt þeim til grafar.   Annar lést af slysförum og hinn eftir stutt veikindi.  Eftir sitja börn, makar, aðrir fjölskyldumeðlimir og vinir í sorg.  

Þessir aðilar tilheyrðu kannski ekki mínum nánasta vinahring en samt sem áður fólk sem ég þekkti og þótti vænt um.  Fyrir utan sorg og söknuð þá er líka eftirsjáin mikil.  Eftirsjá að hafa ekki ræktað samskiptin betur, hafa ekki haft meira samband og notið samvista.   Ég er nokkuð viss um að þeim hefur verið svipað innanbrjósts og mér - að við hefðum allan heimsins tíma til þess, við værum ekki svo gömul.  ( rúmlega fertug )

En hvað ?  Hef ég ekki fengið harkalega áminningu um það undanfarna daga að ég get sko aldeilis ekki verið viss um það.

Ég get ekki stjórnað því hvað aðrir gera en ég ber ábyrgð á mínum orðum og athöfnum.  

Ef mig langar að heyra frá einhverjum þá er það mitt að hringja, skrifa eða fara í heimsókn.  

Ég get sýnt og eða sagt fjölskyldu og vinum að þau séu mér mikilvæg og skipti mig máli. 

Hvað um að stoppa í 10 mínútur, eiga kaffibolla og smá spjall.  Það er góð minning.

Ég þarf ekki tilefni eða veislumat til að bjóða fólki heim.  Fólk kemur til að njóta samveru - ekki til að borða humar eða nautalund ( þá geta þau farið á veitingastað)  Af hverju ekki halda upp á afmælið sitt, það er ekkert sjálfgefið að ég upplifi annan afmælisdag. 

Látum draumana rætast, bæði stóra og smáa.  Hvort sem það er að læra að dansa tangó, smakka bláa melónu eða sjá Kínamúrinn 

Njótum líðandi stundar og dagsins í dag.  Þegar upp er staðið þá skiptir það mestu máli í lífinu.  

Eða hvað ?  Hugsaðu þér að þú eigir 3 mánuði eftir ólifaða ?  Hvernig myndir þú eyða tímanum ?

Fara í vinnuna og vinna eins mikið og þú gætir.  Bíða eftir besta veðrinu eða stóra vinningnum í lottó?    Njótum þess sem við höfum núna .

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lifa í núinu, náði að tileinka mér það fyrir nokkrum árum síðan:) Takk fyrir barnið, hún er búin að leika sér mjög mikið með stafina frá frændum sínum:)

Íris Dögg Hákonardóttir (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 10:47

2 Smámynd: Húsmóðir

Þessir stafir voru búnir að vera í meira en 5 ár á mínum ísskáp og kominn tími til að þeir fengju nýja eigendur. Það kom eiginlega enginn annar til greina en hún.

Húsmóðir, 25.11.2011 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

31 dagur til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband