25.11.2011 | 23:37
heima er best :-)
Við hjónin komum heim frá Boston í gærmorgun. Þreytt en ánægð , með fullar ferðatöskur. Þó ekki nógu fullar þar sem við erum bæði að fá " ah ég hefði átt að kaupa þetta, og svona, og aðeins meira af þessu " bakþanka
Við vorum komin í Grindavík um sjöleytið um morguninn og fórum og fengum okkur morgunkaffi í ömmuhúsi. Mikið var gott að knúsa þá bræður og held að þeim hafi fundist jafn gott að knúsa foreldrana. Og þótt ekki hafi þurft að kvarta undan rúminu á hótelinu þá er alltaf gott að komast í sitt eigið rúm.
Það er meira en hálft ár síðan þessi ferð var pöntuð og auðvitað týpískt að annar sonurinn skyldi þurfa á spítala stuttu fyrir brottför. Hann kom út af spítalanum á föstudagsmorgni og við upp á völl eftir hádegi á laugardegi. Þó svo bræður hafi verið í öruggum höndum afa og ömmu í rauða húsinu á meðan þá var maður auðvitað með slatta samviskubit yfir því að vera að fara. En að sjálfsögðu var dekrað við strákana á meðan og þeir fengu örugglega mun betri þjónustu hjá ömmu en þeir hefðu fengið heima hjá sér.
Strákur fór svo í skoðun í Reykjavík í morgun og læknirinn hæstánægður með hann. Þetta grær vel og strákur má fara í íþróttir og að hreyfa sig eftir viku. Hann missir því af fótboltamóti á morgun. Vinur hans (og þeirra bræðra ) er í gistingu hjá okkur yfir helgina og voða fjör. Pabbi gamli hætti sér út í snjóstríð ( já það er snjór ) við þá þrjá eftir kvöldmat og flúði inn eftir stutta stund.
Kólombíufararnir sjá fram á lengri dvöl en þau vonuðust eftir í Cali Ekki nógu gott. Skil svoooooo vel að þau viljir fara að komast heim til sín og byrja í venjulegri rútínu þar.
Er orðin tæknivædd eftir að hafa verslað "wefmyndavél" í Boston. Þarf greinilega að eignast fleiri vini á Skype svo ég geti notað hana.
Það eru töttuguogníudagar til jóla - og ég ekki byrjuð að baka.
Um bloggið
kona á besta aldri
30 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.