viðskiptavinur mánaðarins ? varla

Frá því við hjónin fórum að búa höfum við tryggt hjá sama tryggingarfélagi. Ég var búin að vera með viðskipti mín hjá þessu sama tryggingarfélagið áður.

Höfum ætíð og iðulega fengið fína þjónustu þegar við höfum þurft á að halda en fannst krónurnar sem þjónustan kostaði orðnar helst til margar og ákváðum að skipta um tryggingarfélag.  

1. desember 2011 er fyrsti dagurinn okkar hjá nýju tryggingarfélagi. 

3. desember nuddast framhurðin utan í ljósastaur og í morgun 5 des mætti ökumaðurinn seinheppni ( ekki ég Shocking ) með bílinn í tjónaskoðun.

Afar skemmtilegt Crying  Tjónleysisafsláttur er sem sagt afskrifaður.

Bræðrum fannst alveg ástæða til að fara í skó og skoða skemmdirnar þegar bíllinn kom tjónaður heim.  "  þú kannt bara ekkert að keyra " - ekki það sem pabbinn þurfti á að halda,  

Núna erum við með bílaleigubíl, litla sjálfskipta pútu.  Ekki beint það besta í snjónum en stendur samt fyrir sínu. 

Ég bjó til döðlukonfekt um helgina, hellings handavinna við að skera döðlur í sundur, setja rjómaost inní þær, dýfa í brætt súkkulaði og svo ofan í kókos.

Prófaði svo að dýfa apríkósum ofan í súkkulaði - bræðrum fannst það mun betra, sérstaklega þeim sem borðar ekki apríkósur.

Botnlangalausi sonurinn fór í íþróttir í dag, í fyrsta skipti eftir aðgerð.  Fann ekkert til og þóttist sprækur.  Svo á morgun er það bæði taekwondo og fótboltaæfing.  Bara tekið með trompi.

Málsháttaverkefnið hjá hinum syninum gekk mun betur en hjá þeim fyrri. - því miður, mér fannst miklu skemmtilegra þegar það gekk illa. Whistling

" sannleikurinn er.....................betri en lygin "   - reyndar ekki réttur málsháttur en útskýringin á honum var þá komin.

Var uppáhalds mamman í gær, eldaði kakósúpu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kakósúpa??og ekkert mynnst á ömmu? en hvað um laufabrauð á að stóla á það sama og ALLTAF?? alveg sjálfsagt er alveg sátt

mamma (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

31 dagur til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband