jólablogg

Gleðilega jólahátíð allir saman.

Ég hef verið afskaplega afslöppuð fyrir og um jólin með blogg.  Langaði stundum til að blogga en hreinlega nennti því ekki. Joyful 

Jólaundirbúningur var afslappaður, kannski full afslappaður því síðustu jólagjafir voru keyptar á þorláksmessu og pakkað inn á aðfangadag.  Einnig voru afskaplega fáir sem fengu jólakort.  Þið fenguð öll hugskeyti og hlýjar kveðjur hinsvegar en spurning hvort það komst til skila.

Jólin komu hins vegar í okkar hús þrátt fyrir að ekki væri búið að gera þetta  "allt" fyrir jólin og við höfum átt afslöppuð, hátíðleg og notaleg jól.  

4 dögum fyrir jól héldum við að ísskápurinn okkar væri að gefa upp öndina.  Bóndinn fór í vinnuna vitandi það að nánast engin kæling væri á ísskápnum.  Hringdi í hina og þessa rafmagnskalla í bæjarfélaginu , einn vildi ekki koma því ísskápurinn deyjandi var ekki af réttu merki, annar gat ekki komið en sá þriðji sagðist ætla reyna að koma fyrir hádegið.  Hann er nú ekki kominn blessaður en ísskápurinn var tæmdur, hreinsaður þveginn og afþýddur og stóð gljáandi hreinn og hljóður þegar bóndinn kom heim.  Bóndanum datt í hug að skrúfa sundur klóna á ísskápnum og viti menn - einn laus vír sem þurfti að skrúfa fastan.  Bingo og skápurinn fór að mala eins og ánægður köttur. Happy  Við vorum líka ánægð og það tók ekki langan tíma að raða aftur inn í hreinan og fínan skápinn.  Ég get sagt með góðri samvisku að ég hafi tekið ísskápinn í gegn fyrir jólin.

Bræður eru í sykursjokki eftir nammi og kökuát undanfarna daga.   Eru hins vegar búnir með nammið sem þeir fengu í jólagjöf svo það verða fráhvörf á morgun.  Þeir eru þó aðeins farnir að sofa lengur frameftir en fyrir jól.  Mamman er fljót að gleyma og heldur alltaf að bræður komi til með að sofa lengur þegar jólafrí í skólanum byrjar.  En það er sama sagan á hverju ári  - litla pakkadagatalið og skógjafir jólasveinana ásamt tilhlökkun  og spenningi sér til þess að bræður sofa ekkert of lengi.  Á aðfangadagsmorgun voru bræður klæddir, búnir að skoða húfurnar sem Kertasníkir kom með og setja þær upp - ásamt því að snæða morgunverð og kveikja á sjónvarpinu - klukkan 07.11.  Þá fór ég fram úfin og mygluð með þau skilaboð að gólandi strákar skyldu gjöra svo vel að hafa lágt, aldraðir foreldrarnir hefðu farið seint að sofa og þyrftu meiri svefn. 

 Sá stóri mætir í vinnu í fyrramálið og hlakkar ekkert sérstaklega til.  ( Er bara latur og langar meira til að flatmaga í sófanum í nýjum náttbuxum )  Hann var í fríi á Þorláksmessu en um það leyti sem við vorum að gera okkur klár til að leggja af stað í hafnfirskan möndlugraut var vinnuútkall ( í Hafnarfjörð reyndar )  Sem betur fer tók það ekki langan tíma og bóndinn kom á hárréttum tíma í grautinn.

Möndlugjöfin varð eftir í Hafnarfirðinum.  Bræður hefðu alveg viljað fá hana með sér en vonandi fáum við hana einhvern tímann lánaða.  ( Naked Gunn myndirnar 3 )

Ætla að elda fisk á morgun og grænmeti ( eða súpu ).   - Er komin með kjötsvima að ég held.  Samt hefur át verið í hófi og enginn borðað sér til óbóta.  Er bara farin að hlusta betur á líkamann hvað hann þolir og þolir ekki.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir jólabloggið skemmtilegt að vanda.Nú fara trúlega sumir að hætta að trúa á jólasveininn.

Hafdís (IP-tala skráð) 5.1.2012 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

31 dagur til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband