22.1.2012 | 22:04
Að renna sér á sleða og skíðum
Fjölskyldan var ansi nálægt því að gerast letidýr á heimsklassa í dag, horfandi á dr Phil og Rachel Ray klukkan 14,00 í dag. Veðrið með fallegast móti, snjór og sól og algjör stilla.
Við hituðum kakó og settum á brúsa, sóttum sleða og pabbinn ákvað að draga fram skíðin sem voru upp á geymslulofti í bílskúrnum. Þau voru keypt kringum 1990 og "eitís" litirnir allsráðandi. Skíðin voru vel rykfallin enda voru síðast notuð fyrir 12-13 árum.
Pabbinn var nokkuð ánægður þegar kom í ljós að skíðabuxurnar sem voru líka notaðar síðast fyrir 12-13 árum smellpössuðu ennþá.
Þegar annar sonurinn vissi hvað buxurnar voru gamlar spurði hann : Eru þær ekkert þröngar ?
Pabbinn : "nehei, ekki neitt " ( ennþá ánægður með sig )
Sonur : " það hlýtur að vera teygjuefni í þeim" og ekki laust við kaldhæðni í röddinni.
Pabbinn varð næstum móðgaður en ákvað að svara þessu ekki enda ekkert teygjuefni í skíðabuxunum sem voru keyptar í H&M Rowells á sínum tíma.
Skíðabuxurnar reyndust vel sem og "eitís" skíðin og ekkert hlegið að pabba gamla sem tókst að renna sér nokkrar ferðir alveg áfallalaust.
Ég fór nokkar ferðir á þotu, í glænýjum flís utanyfirbuxum sem ég keypti í Boston í nóv 2011. Hæstánægð með daginn.
Um bloggið
kona á besta aldri
31 dagur til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.