29.1.2012 | 17:02
Snjórinn næstum farinn
Eftir bleytu og rigningu undanfarna daga sést aftur í götur og hægt að ganga um án þess að vera með X-tra túrbó plús mannbrodda. - ég á ekki svoleiðis þannig að ég hef lítið ferðast um fótgangandi.
En í dag klæddi ég mig í íþróttaskó og fór út að ganga. Dásamlegt. Heilmikið af fólki á ferðinni, bæði gangandi og hjólandi.
Bræður fóru á fótboltaæfingu í morgun. Komu heim, fengu sér að borða og fóru svo út aftur - á hlaupahjólum. mikil hamingja.
Það er svo mikil hamingja að þeir hafa ekki komið heim síðan um hádegi. Kannski er þetta ekki tóm hamingja, þeir vita nefnilega að það er stærðfræðipróf á morgun og ef maður er ekki heima þá getur maður ekki verið að læra fyrir próf. Menn vita nú sínu viti.
Búið að panta að fara aftur að renna þar sem við vorum um síðustu helgi næst þegar kemur snjór. Það er nú gott að vita að gamla settið er ekki alveg dottið úr tísku og gaman að gera eitthvað með okkur.
Var að reka augun í dagsetningu á Hammond hátíðinni á vef Djúpavogs - ég þangað.
Um bloggið
kona á besta aldri
31 dagur til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.