9 fótboltaleikir og 10. geup. gul rönd.

Sunnudagurinn var annasamur.

Mamman og bræður tóku daginn snemma, voru farin út úr húsi klukkan 8 um morguninn.  Fyrst á fótboltamót í Njarðvík þar sem bræður voru búnir að spila 9 leiki klukkan rúmlega 12 á hádegi og einn leikur eftir. Frown  

Ekki gott því bræður áttu að vera mættir í annað íþróttahús klukkan 12,30 í sama bæjarfélagi til að taka fyrsta beltaprófið sitt í taekwondo.  Það leit út fyrir vandamál því ef þeir hefðu yfirgefið svæðið hefði liðið verið einum færri.

Sem betur fer mætti Andri frændi snemma fyrir sinn riðil og auðvitað hljóp hann í skarðið og spilaði síðasta leikinn svo bræður gætu mætt á réttum tíma í prófið.  Þarf ég að taka það fram að núna er hann uppáhaldsfrændi minn Wizard

Bræður stóðust prófið og eru með skírteini upp á það að hafa staðist próf fyrir 10 geup, gula rönd.

Picture 023

 

Picture 025

 Pabbinn var með stjórasímann og komst ekki með.  Hundsvekktur yfir því.Angry

Þegar hann er með stjórasímann þá er hann á bakvakt og verður að vera viðbúinn að rjúka í útkall eins og skot.

Þá þýðir ekki að vera á fjölskyldubílnum á íþróttamóti eða í einhvers staðar annars staðar.  

Vonandi kemst pabbi með næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Greinilega duglegir og framtakssamir strákar til hamingju með þá.

Hafdís. (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

31 dagur til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband