13.2.2012 | 22:48
9 fótboltaleikir og 10. geup. gul rönd.
Sunnudagurinn var annasamur.
Mamman og bræður tóku daginn snemma, voru farin út úr húsi klukkan 8 um morguninn. Fyrst á fótboltamót í Njarðvík þar sem bræður voru búnir að spila 9 leiki klukkan rúmlega 12 á hádegi og einn leikur eftir.
Ekki gott því bræður áttu að vera mættir í annað íþróttahús klukkan 12,30 í sama bæjarfélagi til að taka fyrsta beltaprófið sitt í taekwondo. Það leit út fyrir vandamál því ef þeir hefðu yfirgefið svæðið hefði liðið verið einum færri.
Sem betur fer mætti Andri frændi snemma fyrir sinn riðil og auðvitað hljóp hann í skarðið og spilaði síðasta leikinn svo bræður gætu mætt á réttum tíma í prófið. Þarf ég að taka það fram að núna er hann uppáhaldsfrændi minn
Bræður stóðust prófið og eru með skírteini upp á það að hafa staðist próf fyrir 10 geup, gula rönd.
Pabbinn var með stjórasímann og komst ekki með. Hundsvekktur yfir því.
Þegar hann er með stjórasímann þá er hann á bakvakt og verður að vera viðbúinn að rjúka í útkall eins og skot.
Þá þýðir ekki að vera á fjölskyldubílnum á íþróttamóti eða í einhvers staðar annars staðar.
Vonandi kemst pabbi með næst.
Um bloggið
kona á besta aldri
31 dagur til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Greinilega duglegir og framtakssamir strákar til hamingju með þá.
Hafdís. (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.