23.7.2012 | 22:54
við erum komin heim aftur
eftir tveggja vikna fjarveru frá heimilinu.
Byrjuðum á fótboltamóti á Akureyri - héldum svo áfram á austurleið - stoppuðum nokkra daga í höfuðstað Austurlands ( Djúpavogi ) og tókum okkur svo aðeins lengri tíma en venjulega að fara þaðan og heim.
Við erum búin að njóta ferðarinnar í botn en það var líka rosalega gott að komast heim. Erum m.a búin að
- heimsækja ýmsa staði,
- vera dugleg að fara út úr bílnum og skoða,
- keyra yfir fullt af fjallvegum -
- baða sig í ám ( aðallega yngri kynslóðin samt )
- skoða hella
- skoða fossa frá öllum hliðum, framan, aftan ofan og neðan.
- borða nesti úti
- borða súkkulaðimúslí í morgunmat
- fara í sund
- skipa fótbolta
- sofa vel og lengi
- spila kana
- og svo má lengi telja.......
Veðrið var eins og eftir pöntun nánast allan tímann og við sváfum svakalega vel í tjaldvagninum. - Bræður fóru að fyrra bragði að sofa á kvöldin og ætluðu helst ekki að nenna á fætur á morgnanna. Svo þegar við erum komin heim þá finnst þeim sjálfsagt að fá að vaka til miðnættis
Ég held að fjölskyldan hafi öll verið sammála um að það var rosalega gott að sofna í sínu eigin rúmi, fara í bað, borða kvöldmat af glerdiskum og drekka úr glerglösum. Svo skulum við ekki minnast á þá sælu að horfa á sjónvarp og komast í tölvu :-)
Annar sonurinn nefndi það sérstaklega hvað það væri gott að skíta í sitt eigið klósett !
Spjallaði við norska bróður og Hafdísi í dag - sú stutta var í fínasta skapi og fannst ég bæði hipp og kúl að sýna henni ýmsa fídusa í vefmyndavélinni. Ég gat sett upp gleraugu, kattarandlit sem gubbaði, skegg og nýtt hár.
Svo bauð hún mér í afmælið sitt - ég lít á það sem heiður og er stórkostlega upp með mér af því. Það er hins vegar spurning hvort boðið gildir ennþá þegar afmælið verður.
Sá stóri mætti í vinnu í dag - sumarfríi lokið í bili. Svo ætlar hann í meira frí seinna til að æða á fjöll og snúa niður dýr með stór horn.
Um bloggið
kona á besta aldri
31 dagur til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er alveg dásamlegt
mamma/amma (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.