2.1.2013 | 22:01
meira blogg á nýju ári.
Einn af þeim fáu heppnu sem fengu jólakort frá okkur fengu víst loforð um að meira blogg á nýju ári - frá mér sko.
Vonandi var ég ekki að lofa upp í ermina á mér með það
Jól og áramót eru búin að vera róleg, afslöppuð, hátíðleg og góð. Það er greinilegt að bræður eru að skríða á unglingsárin - finnst jólafríið afar notalegt og sjálfsagt að vaka langt fram á kvöld og sofa lengi fram eftir. - ekki það að það þurfi unglinga til !! Enginn tilhlökkun með að byrja í skólanum, ekki á morgun heldur hinn.
Það verður samt afskaplega gott að komast í rútínu aftur - fara fyrr að sofa, vakna fyrr og borða minna af stórsteikum og sætindum. Þó það sé svakalega gott að borða góðan mat þá finnur maður ( eða allavega ég ) fyrir því hvað þetta dregur mann niður. Maður verður latari, syfjaðri, þreyttari og sveittari, eða eitthvað. Veðrið hefur reyndar ekki verið neitt sérstakt fyrir gönguferðir undanfarið, reyndi að fara í smá göngutúr seinnipartinn. Gönguferð í hálku og myrkri er ekki góð hugmynd.
Ég komst að því á árinu að fésbókaraðgangurinn minn virkar ennþá - tók mér tæpl tveggja ára pásu og lifði það af. Leið bara ljómandi vel ótengd við fésbókina.
Þetta er samt hin fínasta samskiptaleið og fyrir foreldra íþróttastráka þá er rosalega gott að geta sótt allar upplýsingar þarna.
Bauð upp á grænmetis mauksúpu, ávextir og steikt hrísgrjón með kjúklingi í kvöldmat. Allir borðuðu vel af súpu og sumir vel af ávöxtum.
Húsbandið mætir í vinnu í fyrramálið - ég tekst á við pappírsvinnu hér heima við og ætla að vekja bræður á fyrra fallinu í fyrramálið. Ég verð ekki vinsæl við það
Eitthvað barst aldur til umræðu við kvöldmatarborðið - ég lýsti því yfir að ég ætlaði að fara að æfa lyftingar og vaxtarrækt því eftir 30 ár ætlaði ég að verða flottasta amman í Grindavík !
" þá veitir þér ekkert af að byrja núna strax " sagði annar sonurinn og hélt áfram að borða hinn rólegasti. Það er greinilegt að honum finnst ég eiga mikið verk fyrir höndum !
Ég gaf sjálfri mér loforð um áramótin - bara svo þið vitið.
Um bloggið
kona á besta aldri
32 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
gleðilegt nýtt ár og gangi þér vel ´l lyftingunum og vaxtaræktinni.Það var í fréttunum í kvöld að þeir sem eru svolítið bústnir lifi lengur og séu heilsuhraustari en hinir ;ÞUNNU' hef alltaf vitað þetta.
hafdís (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 21:47
Elsku stelpan mín ,stattu við það kv.til ykkar allra mamma
mamma (IP-tala skráð) 9.1.2013 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.