Sumir dagar

Í gær var svoleiðis dagur 

Byrjaði klukkan 6 að morgni - en þar sem pabbinn er í sumarfríi en bræðurnir ekki ( þeir fengu sumarvinnu á vinnustað pabbans í Reykjavík )  þá þarf mamman að rífa sig á fætur - og drífa bræður á fætur - og keyra bræður í vinnu.

Í vinnu voru bræður mættir rúmlega 07:30 - og mamman brunaði aftur á Suðurnesin - til Keflavíkur í blóðprufu.  ( Blóðprufur ekki teknar í Grindavík á sumrin ) 

Til Keflavíkur var konan mætt ca 8:20 - bara til að fá að vita að núna þarf panta tíma í blóðprufu, ekki nóg bara að mæta eins og áður var.  Fékk tíma morguninn eftir. 

Svo kona hendist upp í bíl - frekar geðvond, búin að vera vakandi í 2,5 tíma og ekki fengið dropa af kaffi.

Fékk sem betur fer kaffi í vinnunni  - og það bætti geðið aðeins.  

tókst að eyðileggja vinnutölvuna - ( ok hún var orðin lasin en dó samt í höndunum á mér ) 

Svo eftir vinnu var brunað aftur í Reykjavík til að sækja bræður - tók Kostkó bensín og komst þá að því að debetkortið var tómt. - Þarna var gott að eiga Visakort, svo maður bæti einhverju jákvæðu við þetta blogg.

Var mætt á vinnustað bræðra klukkan 17. Þeir ennþá að vinna.  Annar hringir um 17:30 - hættur að vinna og allir farnir.  15 mínútum seinna er hann ennþá að bíða.   Ég fer og sæki hann og þarf þá aftur að fara á vinnustað og sækja Hinn.

Vorum komin í Grindavík kl 19:15 - þá átti eftir að elda.

Sumir dagar..............

 

í dag er ég búin að skutlast í Reykjavík og fara í blóðprufu í Keflavík.  Mæta í vínnu í Grindavík - koma heim og undirbúa kvöldmat.  Hræra saman nokkrum hráefnum sem eru í ofninum og verða vonandi að köku.

Er á leiðinni í Reykjavík að sækja bræður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

336 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband