Dagur í lífi húsmóður

Byrjaði eins og venjulega - vakna - koma erfingjunum á fætur - skella hafragrautnum í örbylgjuna og sjá til þess að allir vakni- klæði sig - borði - komi sér út í bíl með allt sem þarf að nota yfir daginn.  Skólatöskur, nokkur nestisbox, íþróttaföt húfur vettlinga og örugglega eitthvað fleira.

Náði þó ekki nema hálfum vinnudegi þar sem var hringt úr skólanum og látið vita að annar sonurinn hefði kastað upp.  Greyið er búið að vera með ljótan hósta nú á þriðju viku.   mamman sótti auðvitað drenginn - lét hinn drenginn vita að bróðir hans yrði ekki í skólaseli í dag og fór heim.

það reyndist frekar létt verk að plata mömmuna til að fá að fara i tölvuna ( maður setur bara upp aumlegan svip og segir að það sé svooooooo leiðinlegt að vera "aleinn" heima )  og meðan sonurinn rifjaði upp umferðareglurnar með hjálp innipúkans  skemmti mamman sér við að hengja upp þvott, brjóta saman þvott og ganga frá, skipta á rúmum og svoleiðis sem mömmur gera þegar þær hanga heima allan daginn og gera ekki neitt Devil

Svo kom hinn sonurinn heim - frekar snemma og vorkenndi sér einhver ósköp yfir því að hafa þurft að labba aleinn heim OG hann hefði mætt unglingum á leiðinni.  Ekki batnaði ástandið þegar bróðir tilkynnti honum að hann hefði sko fengið að fara í tölvuna.  Úff - hvað sem það getur verið erfitt líf að vera 6 ára.  hann jafnaði sig þó fljótlega þegar hann var búinn að borða nestið sitt ( sem var ekki borðað í skólaselinu þennan daginn ) , fá helling af hrósi og knúsi frá mömmu sinni og leyfi til að fara líka í tölvuna.

Seinnipartinn var svo foreldra viðtal hjá JA og allt gott um það að segja !

Stofann var ekki tæmd um helgina  og ekki byrjað að mála - það er nú líka hámark bjartsýninnar að ætlast til þess að iðnaðarmenn mæti á umsömdum tíma.

Talaði við norska bróður um helgina - hann er þreyttur og með exem á höndunum en bráðum verður hann svolítið ríkur þar sem nú er "hálfskattsmánuður" - hann vinnur bullandi yfirvinnu þennan mánuðinn en borgar bara hálfan skatt !  Kortaklippir þarf ekki að koma við hjá honum og norsku mágkonu eftir þessi jól.

Sundmót framundan fyrir strákana - vonandi verða litlir menn hættir að hósta svo þeir geti verið með.

nú er miðnætti og eins og sönn ( eða illa skipulögð ) húsmóðir á ég eftir að hengja upp úr einni þvottavél - taka úr einni uppþvottavél og smyrja 4 nestisbox fyrir morgundaginn.  Svo er maður hissa á því að vera ekki ruglað saman við súpermódel ?

bið að heilsa í bili - húsmóðirin

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

116 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1613

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband