22.11.2007 | 21:00
Ég og Björk
áttum afmæli í gær - ég veit hvað hún varð gömul og ég veit líka hvað ég varð gömul. Hún er eldri en ég.
Dagurinn byrjaði eins og venjulega - á því að vakna og vekja bræðurna - klæða þá og fæða, koma þeim út úr húsi með skólatöskur, nesti og tilheyradi klæðnað. Sjá til þess að ég sjálf sé þokkalega hrein og snyrtilega með veskið á öxlinni, peningaveskið, símann og 1/2 kílóa lyklakippuna. Svo er nauðsynlegt að hafa heitt kaffi meðferðis - maður lifir það nú ekki af að keyra í 20 mínútur og vera ekki búin að fá svo mikið sem míkrógramm af kaffi !
Ég hafði stefnt á það að halda afmælisdeginum mínum leyndum fyrir vinnufélögunum en einhver hafði nú komist að því og séð til þess að sem flestir vissu af því. Þegar ég mætti í vinnuna stóð jarðaberjarjómaterta á borðinu í afgreiðslunni. ÉG varð ægilega glöð. Í kaffitímanum varð ég hins vegar ekki eins glöð þvi tertan var hálf undarleg á bragðið og við nánari skoðun sást að hún var töluvert frá þvi að vera nýbökuð. Í ljós kom að tertan hafði orðið afgangs á sunnudeginum og það hafði gleymst að henda henni.
Eiginmaðurinn notaði afmælisdaginn minn til að ferðast landshorna á milli - nú skyldi skjóta rjúpu !
Eftir sundæfingu - búðarferð - heimanám - matseld - tannburstun og náttföt - kvöldlestur og allt svoleiðis settist ég fyrir framan tölvuna og hélt áfram að gera debet og kredit.
Í tilefni dagsins var pepsi max með matnum og svo íspinni í eftirmat - maður verður nú að gera sér smá dagamun. Afmælisdagar ERU sérstakir, sama hvað maður reynir að neita því.
Kvöldinu var svo eytt fyrir framan tölvuna með þeim vinum mínum debet og kredit ( lesist = ég var að vinna )
Andlátsfrétt í Fréttablaðinu setti sitt mark á hugarástand dagsins. Þar þekkti ég eitt andlit - enn einn sem krabbameinið ( að ég held ) hefur lagt í valinn. Fjölskyldumaður sem átti konu og 3 börn. Hann hefði orðið 42 ára í næsta mánuði.
Ég þekkti mannin fyrir rúmum 15 árum en ég tengdist fjölskyldunni hans um tíma. Hef lítið sem ekkert frétt af honum síðan en stöku sinnum hugsað til fjölskyldunnar. maður veltir fyrir sér hvað fólk er að gera, hvernig því gangi og hvort það eigi börn. Að þetta yrði það næsta sem maður frétti hefði mig aldrei órað fyrir. Blessuð sé minning þín Ási. Konu þinni, börnum. öðrum fjölskyldumeðlimum og aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð.
SA missti lausu tönnina sína í gær, var að borða epli og bingó - tönnin laus. Tönnin var sett í plastpoka þvi annars gæti hún týnst í rúminu og þá gæti tannálfurinn ekki fundið hana. Um miðja nótt vakti drengurinn svo mömmu sína til að tilkynna henni að Tannálfurinn hefði komið - tekið tönnina og sett 100 kall í staðinn. Mámman dáðist að tönninni og sagði drengnum svo að fara sofa aftur. Það væri nótt ! Þetta voru nú það merkilegar fréttir að hann sá ástæðu til að vekja bróður sinn og segja honum tíðindin. Bróðir hans þurfti líka að segja mömmu sinni tíðindin en gat svo að sjálfsögðu ekki sofnað í sínu rúmi þannig að hann skreið í pabbarúm ( sem var autt ) setti ískaldar tærnar á bakið á mömmu sinni og sofnaði stuttu seinna.
Engan skal undra en við sváfum yfir okkur i morgun og mættum nokkrum mínútum of seint í skólann.
ég ætla snemma að sofa í kvöld
húsmóðirin sem á eftir að taka úr þvottavélinni
Um bloggið
kona á besta aldri
116 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1613
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.