3.12.2007 | 01:49
Það eru að koma jól
það fer víst ekki fram hjá neinum - ég er farin að standa mig að því að vorkennablaðberum, póstburðar og verslunarfólki í desember:
Auglýsingabæklingarnir svoleiðis streyma inn um bréfalúguna. ( hvar er annars hægt að kaupa tætara á bréfalúgur ?)
Dagblöðin, sérstaklega helgarblöðin verða sífellt þykkri og þykkri , "kaupa kaupa kaupa jólaauglýsingar" út um allt.
Auglýsingar bæði í blöðum, útvarpi og sjónvarpi segja alls staðar frá einhverjum uppákomum þar sem annaðhvort er verið að opna nýja verslun eða stækka verslunina sem var opnuð í fyrra og alls staðar má eiga von á rauðklæddum mönnum og góðgæti fyrir börnin á boðstólum.
Það er ekkert og akkúrat ekkert sem fengi mig til að fara með drengina mína í Vetrargarðinn í smáralindina til þess að sjá jólasveina, einhver tónlistaratriði eða guð má vita hvað markaðssnillingunum dettur í hug til að reyna að lokka fólk þarna inn. Ég sé bara fyrir mér yfirspennt og upptjúnuð börn sem þagna einungis rétt á meða þau eru að gúffa í sig einhverju gúmmulaðinu sem þreyttir og ergilegir foreldrarnir dæla í börnin til að kaupa sér smá frið.
Þetta er engan veginn mín hugmynd um notalega aðventu.
Ég veit ekki hvort ég baka neitt fyrir þessi jól - sé til hvort ég hef tíma til þess. Mig langar hins vegar rosalega til að fá málarann í heimsókn ( það er ekki enn búið að mála, ekki einu sinni byrjað )
Mig langar að skrifa á jólakort í ró og næði, sendi ekki einu sinni jólakort í fyrra. Mig langar að baka laufabrauð með hárgreiðslufrænku og krökkunum. Mig langar að föndra og búa til jólaskraut með strákunum mínum.
Á eftir að kaupa næstum allar jólagjafir - meira að segja þær sem eiga að fara til útlanda. Veit ekki hvað ég að gefa útlendingunum. Þau eiga næstum allt, það sem þau eiga ekki er vegna þess að þeim langar ekki í það. Ætla ekki að gefa þeim konfekt þessi jól - maður fer ekki að eyðileggja allar ferðirnar í ræktina
Hinir og þessir ( aðalega þessir ) hafa verið að rukka um óskalista. Hann kemur inn fljótlega - jafnvel á morgun ef vel vinnst.
Nú er ég hins vegar farin að sofa og þótt fyrr hefði verið.
kv húsmóðirin sem ætlar að hengja upp jólaseríur á morgun !
Um bloggið
kona á besta aldri
30 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þú getur styrkt fallegt málefni í staðinn fyrir að gefa okkur eitthvað...bara uppástunga...krabbameinssjúk börn td...... ingþór segir reyndar að hann langi í pakka...vill helst ekki gefa neinum neitt til góðgerða...kallar allt helvítis betl...en það er ekki betl ef það er ekki beðið um það.....
Olla útlendingur..... (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 18:58
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt,kannast við svo ansi margt já næstum eiginlega allt .En bíddu bara þangað til að þið Eiður verði bara tvö í kotinu.Þ,a bakar þú 10 sortir af smákökum og enginn borðar þær.Þú steur þær svo í litla skammta í plastpoka og í frystinn .Hreinsar svo frystinn fyrir næstu jól tekur litlu pokana og hendir þeim.Endurtekur svo þetta um næstu jól???????Norski bróðir elskar Nóa konfekt og ullarsokkar alltaf vel þegnir.Góð hugmynd??Góða rólega helgi.
Hafdís. (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.