5.12.2007 | 00:28
Lúxus vandamál
Ég skammaðist mín dálítið þegar ég las yfir bloggið sem ég skrifaði síðast. Það kom út eins og besti norski bróðir og uppáhalds norska mágkona væru eitthvað sérstakt vandamál hvað varðar jólagjafir. þau eru það ekki. En þar sem þau eru "útlendingar" þá þarf maður að vera tímanlega í þvi að kaupa handa þeim svo þau fái jólagjafirnar sínar FYRIR jól.
Ég áttaði mig hins vegar á þvi að ég og mínir eiga við ákveðið lúxus vandamál að stríða en það er að velja gjafir handa fólki sem á allt. þetta er frekar asnalegt ef maður hugsar aðeins út í það.
Sumir gefa bara börnum jólagjafir - ekki fullorðnum. það verður hver að hafa sína skoðun á því en ég er ekki sammála því. Ég á tvo bræður, og mig langar að gefa þeim og þeirra huggulegu konum jólagjafir. Við gefum hvert öðru annars aldrei neitt. Hins vegar þurfa gjafirnar hvorki að vera stórar né dýrar - það er ekki það sem skiptir máli. Ég hef gefið fullorðnum konum myndaalbúm - látið framkalla myndir og sett í albúm og skrifað texta með. Þetta voru gjafir sem viðkomandi þótti vænt um - kostuðu ekki margar krónur en hins vegar bæði tíma og fyrirhöfn. í þessu stressaða þjóðfélagi okkar sem er alltaf á harðaspani er tíminn oft mun meira virði en peningar.
Vá - það stal einhver hugsununum mínum - var komin á flug í andríki og málæði en allt í einu bara búmm og ég er andlaus. Helgast kannski af því að ég hef unnið frameftir síðustu kvöld og skortir sárlega svefn.
Skelli inn fyrstu drögum að óskalista fyrir jólin
Hnífapör - venjuleg hversdags hnífapör
Desertskálar ( helst 12 stk )
Nýjan heimilissíma - þráðlausan
Töfraútidyramottu sem sér til þess að sandur og möl berist ekki inn í hús.
Mig langar í bækur - t.d nýju bókina hennar Yrsu
nýja skó, húfu og trefil og leðurvettlinga
Bræður langar í allt í öllum dótabæklingum sem koma inn um blaðalúguna. Legó og Playmo er vinsælt - mér finnst reyndar legóið vera vinsælla Svo eru hjólaskór mjög ofarlega á óskalistanum þessa dagana
Þeim langar líka í perlur og mót/form - eru með perlu dellu núna.
Mig langar til að þeir fái bækur. Mig langar líka til að þeir sem gefa DVD myndir gefi þeim eitthvað annað en teiknimyndir - t.d íslensk barnaleikrit ( Dýrin í Hálsaskógi eða Lína Langsokkur ef svoleiðis hefur komíð út á DVD )
Ef einhver vill gefa mjúka pakka þá eru sokkar, nærföt og náttföt alltaf vel þegin.
Núna ætla ég hins vegar að spyrja nokkra nestispakka og fara svo að sofa ! kv húsmóðirin sem er ekki mikil húsmóðir þessa dagana
Um bloggið
kona á besta aldri
30 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.