9.12.2007 | 10:14
Morgunblogg
Best að gera tilraun að blogga meðan barnatíminn er. það er greinilegt að jólin eru farin að setja mark sitt á börnin á bænum - það er erfitt að sofna og svo vakna menn fyrir allar aldir. Mér finnst að það ætti að vera ólöglegt að vera komin á fætur fyrir klukkan 7 á sunnudagsmorgni - allavega þegar börnin eru orðin 6 ára! En pakkadagatalið sem hangir á veggnum í eldhúsinu hefur órtúlega mikið aðdráttarafl og sér til þess að heimilisfólkið sofi ekki of lengi - allavega um helgar. !
Sú var nú reyndar tíðin að maður var útsofinn ef maður fékk að sofa til klukkan 7. Þá var maður búin með hin ymsustu morgunverk fyrir klukkan 8 á morgnanna, skipt á og klæða tvo grislinga, gefa þeim morgunmat, taka úr uppþvottavél, setja í eina þvottavél, hengja upp úr henni og setja í aðra.
Nú er maður að nálgast það skref að börnin fái sér morgunmatinn sjálf og maður fái bara að sofa eins lengi og maður vill !
Jólastress eða ekki ? Veit það ekki. Getur maður ekki ráðið því svolítið sjálfur ? Nú eru 15 dagar þar til aðfangadagur rennur upp og ef ég set mér mjöööög mööööö og frekar óraunhæf markmið sem ég ætla að ná á þeim tíma þá get ég verið í stanslausu stresskasti í 15 daga. Sé miðað við að ég fer að heiman klukkan átta á morgnanna og kem heim um klukkan 4 á daginn og að ég vinn líka við bókhald heima við sem getur verið frá 6-12 tímar á viku. Aukavinnan vinnst eingöngu á kvöldin og þá er mjög óraunhæft að ætla sér að :
þrífa húsið hátt og lágt - allir gluggar og skápar innifaldir. Taka til í bílskúrnum og þvottahúsinu - fara í gegn um fataskápana og sjá henda/gefa þann fatnað sem heimilisfólk er hætt að nota. baka lágmark 5 smákökusortir. föndra 50 jólakort. Versla 12-15 jólagjafir og jólaföt á heimilisfólkið. Fara á tónleika og jólahlaðborð og helst að sjá eins og eitt barnaleikrit .Mála allt húsið - að innan ! Hengja upp jólaskrautið
meðfram þessu öllu sinnir maður svo börnum og heimili- sér til þess að börnin læri - skutlar og sækir á æfingar, þvær þvott og eldar mat og helst að gefa sér tíma til að föndra með þeim .
Hvernig ætli jólin yrðu á þessum bæ eftir svona törn ?
Ég ætla mér að fækka þessum möguleikum eitthvað - húsið verður hreint og fínt en ekki sótthreinsað. Bílskúrinn er alveg ágætur og þegar ég verð búin að fara með í endurvinnsluna og skúra í þvottahúsinu þá verður það hreint og fínt. Tiltekt í fataskápunum bíður þar til eftir jól. Smákökurnar fást í Nettó - verð mjög ánægð ef mér tekst að skrifa á jólakort ( gerði það ekki í fyrra ) Ætla að gefa mér betri tíma til að hugsa um og ákveða jólagjafirnar áður en ég fer að troðninginn í verslunum landsins með öllum hinum ofurjólastressuðu húsmæðrum. Fyrst ég er ekki búin að fara á tónleika og leikhús ( fór reyndar í jólahlaðborð með vinnunni um daginn ) þá verður það bara að bíða betri tíma. Það verður líka gaman að fara á tónleika í febrúar. Málarinn er búinn að LOFA því að hann komi á miðvikudag eða fimmtudagskvöld og ég er farin að hallast að því að trúa honum - sérstaklega þar sem hann þarf að notfæra sér þjónustu píparans/eiginmannsins mjög fljótlega.
Það stóð til að láta mála allt en stofan og holið verður látið nægja. Eiginmaðurinn ætlar að mála yfir litaprufurnar á eldhúsveggnum svo hann verði hvítur en ekki köflóttur. Restin af eldhúsinu verður máluð eftir jól. Þegar verður búið að mála - þá fer jólaskrautið upp.
Erfiðast af þessu verður að fara með drengina í verslunarleiðangur til að kaupa skó og skyrtur Annar sonurinn þolir ekki svona leiðangra - vill bara fara heim eftir 5 mínútur meðan hinn virðist fá adrenalínsprautu við það eitt að koma inn í verslunarkjarna eða verslunarmiðstöð. Hann umturnast gjörsamlega og varla möguleiki að fá hann til að líta á flík, hvað þá að máta hana.
Eiginmaðurinn hefur ekki verið mikil hjálp við undirbúning hingað til - hefur verið í bullandi aukavinnu undanfarið og hefur ekki átt frídag síðustu 3 vikur.( lesist = unnið allar helgar ) Mér skilst reyndar að þetta sé síðasti dagurinn í aukavinnu en búin að vera gift iðnaðarmanni í rúm 7 ár þá er alltaf spurning hvort sé hægt að treysta því sem iðnaðarmenn segja ( ég geri skil á milli vinnu og einkalífs )
Morgunbloggi er lokið - best að taka til hendinni og koma einhverju í verk - erum nefnilega að fara í fjölskylduboð á eftir og þar gerir maður ekki mikið annað en að borða!
kv húsmóðirin sem gaf fólkinu sínu eintómt ruslfæði í gær !
Um bloggið
kona á besta aldri
30 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.