14.12.2007 | 22:32
Kvöldblogg
Morgunbloggið gafst ágætlega en í þetta skiptið var beðið eftir því að börnin sofnuðu. Þetta er því kvöldblogg.
Bræður eru spenntir þessa dagana - vilja helst fara eldsnemma að sofa og rífa sig á fætur fyrir allar aldir. Ástæðan ; einn gúmmískór og einn íþróttaskór sem hafa staðið í gluggakistunni á barnaherberginu í nokkra daga. Jólasveinarnir eru sko komnir til byggða og Þvörusleikir kemur í kvöld. Bræður eru sko með þetta allt á hreinu. Annar sonurinn var sofnaður rúmlega hálf átta í kvöld en spenningurinn hélt vöku fyrir hinum sem sofnaði ekki fyrr en rúmlega hálf tíu. Þá var hann búinn að nefna svona 15 sinnum " ætli Þvörusleikir sé kominn " ?
Vegna veðurs hefur ekki verið hægt að vera mikið úti undanfarið og það leynir sér ekki að þráðurinn í bræðrum er orðinn frekar stuttur ! Mamman settist niður með bræðrunum smá stund í dag til að föndra - stinga negulnöglum í mandarínur. SÁ nennti því nú ekki, náði sér í bók og settist við eldhús borðið hjá mér og bróður sínum sem var alveg til í að föndra. Sköpunargleðin var frjáls og óheft og það mátti bara gera eins og maður vildi.
Mandarína nr 1 var eins og rokkari - með augu, munn og hanakamb ( munstur úr negulnöglum)
Mandarína nr 2 var skrýmsli - með mikið skegg en nauða sköllótt.
Mandarína nr 3 var slím eitthvað - en með bólu á hausnum
Fjórða og síðasta mandarínan var Tröllið sem stal jólunum
Jólaþemanu bregður þvi fyrir í mýflugumynd. En lyktin af þessu er góð og við mæðgin höfðum gaman af þessu.
Veðrið hefur verið kröftugt í dag - ég mætti í vinnu í dag en fór heim milli hviða - skóla og leikskóla var lokað og lítið annað að gera en að taka því rólega heima. Sjálfsagt hafa margir foreldrar verið á sama róli. Einhverjir hafa nú samt fundið sér annað að gera í óveðrinu eins og þessir hérna
http://www.visir.is/article/20071214/FRETTIR01/71214036
Ef þetta er ekki borðleggjandi í næsta Spaugstofuþátt þá veit ég ekki hvað.
Ég keypti tvær tegundir af tilbúnu smákökudeigi í dag - það kemur allavega bökunarlykt í húsið EF ég verð svo dugleg að skera rúllurnar í hæfilega bita og setja þá á bökunarplötu.
kveð í bili
Um bloggið
kona á besta aldri
30 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.