21.12.2007 | 22:53
Kæri jóli
Það er að styttast í jólin - og heimilisfólkið komið í jólafrí, mislangt að vísu. það var gott að komast heim úr vinnu í dag og ekki laust við að stressstuðullinn hafi lækkar örlítið. Bara gott mál.
Þó svo ég hafi lagt mig alla fram í gær um að koma bræðrum í skilning um það að nú væri jólafrí og þá ÆTTI að sofa lengur var JA samt sem áður kominn á ról fljótlega upp úr klukkan hálf sjö í morgun. Eitthvað hefur honum þótt mamman morgunfúl þar sem hann skreið aftur upp í sitt rúm og skoðaði bók í rúmar 20 mínútur. Þá heyrði ég að hinn sonurinn var vaknaður líka og bróðir hans beið ekki lengi með að tilkynna að þeir hefðu bara fengið vettlinga í skóinn. Greinilega ekki mjög spennandi.
Eftir ekki mjög svo hollan kvöldverð í kvöld (KFC) fann Sá myndi á eldhúsbekknum sem hann var ekki alveg búinn að lita. Tók myndina og ákvað að gefa jólasveininum hana . Það eru nokkrir jólasveinar sem eiga listaverk eftir drenginn - allavega Stekkjastaur og Stúfur og gott ef Bjúgnakrækir fékk ekki mynd líka. Stráksi var búinn að setja sig í stellingar og búinn að fá forskrift að því hvernig á að skrifa : "Til Gáttaþefur" þegar hann fékk allt í einu vitrun " mamma , hvernig skrifar maður :" Elsku Gáttaþefur minn, viltu gefa mér Star Wars kall "
Ekki fer maður að draga úr fróðleiksþorstanum og skemma þessa fínu skriftaræfingu svo ég gaf drengnum forskrift á þess setningu. Þetta er nú ekki lítið afrek að skrifa bréf þegar maður er bara 6 ára. JA var fljótur að sjá að hann væri mögulega að missa af einhverju svo hann bað um blað líka til að skrifa Gáttaþefi sem hann gerði en bætti þó við að honum langaði í Svarthöfða Star Wars !
Bréfin fínu liggja nú í gluggakistunni. Ég skal viðurkenna að ég bíð spennt eftir að vita hverju elsku Gáttaþefur svarar.
Dagurinn í dag varð mikill hamingjudagur hjá JA en LOKSINS er hægt að tala um að hann sé með lausa tönn - hún ruggar sko þokkalega og ég var sérstaklega áminnt þegar var verið að bursta tennurnar í kvöld að fara varlega - hann væri sko með lausa tönn og það væri sárt að bursta!
Fékk jólgjöf frá vinnunni í dag - hangiketslæri og 24 lítra af gosi ( 12 af malti og 12 af appelsíni )
Í gær eignaðist ég litla frænku - hún er nú búin að láta bíða þokkalega eftir sér en það gerir fína fólkið líka. Kæru foreldrar og systkini - til hamingju með litlu dóttur og systur.
JA hefur ekki borðað neinar mandarínur i dag - enda hefur lyktin og andrúmsloftið í húsinu verið með besta móti. kenning norska bróður með mandarínur og viðrekstur hefur verið sönnuð í 2 löndum !
með húsmóðurkveðju
Um bloggið
kona á besta aldri
30 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir jólakveðjuna! Gleðileg jól sömuleiðis til allra og hafðu það sem allra best! :)
Ruth Ásdísardóttir, 22.12.2007 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.