23.12.2007 | 23:50
Rafrænar jólakveðjur
Eru rafrænar jólakveðjur það sem koma skal ? Skal viðurkenna að ég veit það ekki og þykir leitt ef stressið í þjóðfélaginu er að verða svo mikið að fólk gefur sér ekki tíma til að setjast niður og skrifa á nokkur jólakort. Ekki það að ég hafi efni á að hneykslast ég er ekki búin að skrifa nein jólakort ennþá og geri það varla úr þessu. En síðustu tvo daga er ég búin að fá þrjár kveðjur í tölvupósti frá góðum vinkonum sem allar senda fallegar og hlýjar og hlýjar kveðjur en láta jafnframt vita að sökum tímaskorts verði ekki um nein jólakort að ræða í ár.
Ég er undir sömu sökina seld - ég gaf mér ekki tíma til þess að setjast niður og skrifa á kort ( sem voru til ) til ættingja og vina. Ég skammast mín nú svolítið fyrir það en ákvað í byrjun desember þegar stressið var að byrja að ná tökum á mér að hugsa aðeins um hvað skipti máli. Og fyrir börnin mín skiptir meira máli að eiga mömmu sem gefur sér tíma til að setjast aðeins niður með þeim og hlusta á hina daglegu sögu á Sproti.is heldur en að eiga ofurupptjúnaða mömmu sem stillir þeim fyrir framan sjónvarpið meðan hún hraðframleiðir jólakveðjur í jólakort. Punktur og basta. Vegna lélegrar skipulagningar sendi ég ekki jólakort í ár.
Mér þykir nú samt vænt um kveðjurnar, sama á hvaða formi þær eru. Fékk eina hrikalega skemmtilega í dag sem ég bara verð að deila með ykkur. sjá www.ingthor.com
Annars er bara allt fínt að frétta - þó svo bræðurnir séu orðnir frekar spenntir yfir þessu öllu saman og bíði spenntir eftir pökkunum þá höfum við fjölskyldna átt frekar rólega og afslappaða helgi. Byrjuðum á því að fara í Bónus og fleiri útréttingar á laugardeginum og gáfum okkur svo tíma til að heimsækja vélstjóravin okkar sem við höfum ekki heyrt í lengi. Þegar við heyrum ekki í honum í langan tíma þá þýðir það yfirleitt að maðurinn er kominn í samband við kvenmann og afar upptekinn af kvenmanni og skemmtanalífi. En svo bregðast krosstré sem önnur tré - félaginn búinn að vera önnum kafinn við vinnu og fjarnám og fyrir utan það þá er hann ennþá í sambandi við sama kvenmanninn og hann var með í sumar. Til að toppa það alveg þá var hann önnum kafinn við að pakka inn jólagjöfum þegar við komum en kórónaði það svo með því að hafa verið að skreyta jólatréð á föstudagskvöldi þegar allri vinir hans voru á skralli.
Eiginmaðurinn átti svo erindi í Stórborgina um hádegisbil í dag - skilaði sér seint og um síðir, angandi af skötulykt og búinn að kaupa einu jólagjöfina sem hann þarf að kaupa.
Ég eyddi tímanum í þrif og púss, þvotta og svoleiðis sem alhæf heimilistæki gera meðan bræður reyndu að leika sér í staðinn fyrir að slást. Þeir teiknuðu og lituðu og eftir göngutúr og innkaup í Nettó uppgötvuðu þeir bræður að þeim langaði að teikna og búa til jólakort handa vinum sínum. Að sjálfsögðu þurfti líka að keyra kortin út.
Eftir jólabað og ný náttföt fóru bræður í rúmið og eftir kvöldlesturinn tók það bræður um það bil 1 mínútu að sofna. Það er hætt við að bræður verði frekar framlágir á morgun þegar pakkaflóðið og heimsóknin til afa og ömmu er búin.
Hafnfirski bróðir og frú koma í grjónagraut á morgun. Við komum þessu á við systkinin þegar við bjuggum öll á höfuðborgarsvæðinu - í staðinn fyrir að búa til einhverja stressdagskrá yfir jólin svo við myndum hittast eitthvað þá væri fínt að gera þetta svona. Elda grjónagraut, setja möndlu í hann og hafa möndlugjöf, - fólk fær þá eitthvað að borða í hádeginu, við hittumst og eigum smá stund saman.
Ég á eftir að strauja slatta og ganga frá þvotti - nenni því ekki núna enda hef ég fínan tíma til þess í fyrramálið. Ætla að fá mér heitan kaffidrykk, horfa smá á sjónvarpið, fara svo í bað og njóta þess að skríða upp í tandurhreint rúmið.
með húsmóðurjólakveðjur til ykkar allra
Um bloggið
kona á besta aldri
30 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
namm grjónagrautur hjá ykkur.... fékk hann síðast fyrir 3 árum og það var afar gott....heimabakað brauð og lífrænt hnetusmjer og ég veit bara ekki hvað og hvað.... vonandi verða tvibbapakkar komnir til Hafnfirska bróður á morgun... voru sendir 13. des og ekki hefur enn bólað á þeim! Pakkann vonandi "töfrar sig fram" á réttri stundu!
Olla norska mágkona.
Olla í Norge (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.