Jón Páll og jólin hjá okkur

Arg og garg - af hverju vistar maður ekki uppkast að því sem maður er að skrifa. Devil  Búin að vera með skrifræpu í tæpan klukkutíma  - rek mig svo í vitlausan takka og búmm - allt farið.

Allavega - horfði á myndina um Jón Pál Sigmarsson á RÚV í gær.  Hún var bæði einlæg og falleg án þess að vera væmin og gaf góða mynd af skemmtilegum karakter.  Maðurinn var ekki bara stór og mikill heldur virtist hann hafa bæði góða nærveru og mikla útgeislun sem snerti marga.  Þessi mynd snerti mig allavega djúpt.

Við erum búin að hafa það virkilega gott yfir jólin, etið, drukkið, sofið, horft á sjónvarp, leikið okkur, lesið og rennt okkur á sleða en bræður fengu stýrissleða í jólagjöf.  Aðfangadagur var bræðrum svolítið erfiður og hann var alveg aaaaaagalega lengi að líða og alveg hrikalega erfitt að einbeita sér að nokkrum sköpuðum hlut.  Mömmunni varð hugsað nokkur ár aftur í tímann þegar hægt að var að fara með bræður í bíltúr um miðjan dag svo þeir gætu vakað aðeins lengur.  En þetta hafðist allt saman þó svo bræðrum þætti nóg um hvað foreldrarnir borðuðu hægt og mikið.  Og að eyða tímanum í að ná sér í kaffi þegar átti að fara að opna pakkana - þessu gátu foreldrarnir nú alveg sleppt.

Bræðurnir voru glaðir og ánægðir með allar gjafirnar sínar - bíla, fjarstýrða bíla, sundblöðkur og gleraugu, föt, legó og bílabraut sem þeir fengu saman.  Og auðvitað stýrissleðana sína líka.  Þó svo jólin séu búin að vera góð þá hafa þau ekki verið sérstaklega friðsæl þar sem töluverður hávaði fylgir rafmagnsbílabraut og fjarstýrðum bílum Woundering

Vinnudagurinn var stuttur í dag og verður stuttur á morgun Smile  Eftir hádegi ætla ég að viðra drengina aðeins, fara með þá á bókasafnið og svo í sundlaugina þar sem að duglegir krakkar eru að hjálpa öðrum sjá hér   Það sem ég hef séð til þessarra krakka í sunddeildinni er ekkert nema gott og þau eru bæði sjálfum sér og foreldrum sínum til sóma.

Amman og afinn á Kanaríeyjum hafa það vonandi mjög gott ( ég á ekki von á öðru ) og afinn og amman í rauða húsinu eru farin að gera sig klár fyrir sína utanlandsferð.  Við fjölskyldan verðum heima hjá okkur í fyrsta skipti í 6 ár en þá vorum við litlu íbúðinni okkar í Reykjavík með tvo rúmlega tveggja mánaða pjakka.  SÁ svaf allan hávaðann af sér en JA fagnaði áramótunum í fangi mömmu sinnar og gjóaði augunum til og frá.  Næstu fjögur áramót svaf hann allan hávaða af sér en í fyrra tókst þeim bræðrum að vaka fram yfir miðnætti.  Sofnuðu þó báðir í bílnum á leiðinni heim ( þriggja mínútna leið )  Spurning hvað verður í ár ?

jólakveðja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ctrl Z    ýttu á það þegar þú ýtir á vitlausan takka.....ekki örvænta heldur ýta á ctrl og halda niðri og ýta líka á z í leiðinni....þú hefur kannski prófað þetta en þetta er svona shortcut fyrir að fara einn til baka....bjargar mér oft!

olla (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

31 dagur til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband